Í BYKO er fjölbreytt úrval þak og veggjaklæðninga, ásamt undirkerfa frá Stac Bond, Swisspearl og Lunawood svo eitthvað sé nefnt. Hvert sem verkefnið er, stórt sem smátt, þá erum við með lausnina fyrir þig.
Í BYKO fást álkæðningar frá Stac Bond sem hafa verið notaðar í flókin verkefni um allan heim, til dæmis á fótboltaleikvöngum, spítölum og meira að segja í Formúlu 1 kappakstrinum.
Lunawood timburklæðningin er unnin úr umhverfisvænni finnskri furu og greni. Hægt er að nota Lunawood bæði innandyra sem utan og gefur efnið hverju rými sjarma og betri hljóðvist.
Sérfræðingar okkar búa yfir áralangri reynslu í sölu á utanhússklæðningum og veita þér enn frekari upplýsingar. Sendu okkur línu og við svörum þér um hæl!