Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Þjónusta

Komdu í viðskipti

Reikningsviðskipti

Reikningsviðskipti

Hefðbundin reikningsviðskipti hjá BYKO miðast við almanaksmánuðinn og uppgjör fyrir 5 næsta mánaðar hjá einstaklingum en 20 hjá lögaðilum. Hægt er að sækja rafrænt um reikningsviðskipti hér neðar á síðunni. Viðskiptaráðgjöf metur umsóknir og áskilur sér allan rétt til að hafna eða samþykkja umsókn hverju sinni. Farið er með öll persónuleg gögn samkvæmt persónuverndarlögum.

Starfsfólk við störf sín í verslun okkar Breidd
Umsókn um reikningsviðskipti

Ef umsækjandi er einstaklingur þarf viðkomandi að vera fasteignaeigandi og ekki á vanskilaskrá. Þú getur sótt um reikningsviðskipti með því að fylla út rafræna umsókn sem þú nálgast með rafrænum skilríkjum:

Ef umsækjandi er lögaðili, t.a.m. einkahlutafélag(ehf) þarf umsækjandi ef eigandi félags, að haka og merkja við ábyrgðarhlutann á umsókn. Annars hægt að sækja sérstaklega um hér ,,Ábyrgðaryfirlýsing“ og þá eins til hækkunar lánamarks. Skilyrt er að hluthafi eða eigandi félagsins ábyrgist úttektir þess og lýtur sömu skilmálum einstaklinga. (Um þetta vísast til tryggingaskilmála hér að neðan). Fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga eru þó undanþegin skilyrði þessu.

Ábyrgðaryfirlýsing

Sækja um

BYKO.is er alltaf opið!
Ómeðhöndlað, ljóst pallaefni
Mánaðarleg reikningsviðskipti - viðskiptaskilmálar

- Úttektartímabilið er líðandi mánuður.
- Gjalddagi er 1. næsta mánaðar.
- Eindagi einstaklinga: 5 næsta mánaðar
- Eindagi lögaðila: 20 næsta mánaðar
- Sé greitt eftir eindaga reiknast vextir frá og með gjalddaga.
- Innheimtukostnaður fer eftir gjaldskrá hverju sinni.

Hægt er að gera upp viðskiptaskuld með raðgreiðsluláni Borgunar hf., Visa og MasterCard og dreifa þannig greiðslum allt að 36 mán. Lánin bera almenna vexti og lántökugjald samkvæmt gjaldskrá Borgunar hf.

Tryggingar

​Reikningsviðskipti í formi mánaðarlegra viðskipta byggjast á gagnkvæmu trausti þeirra sem að standa. Engu að síður er oft um það háar lánsfjárhæðir að ræða að BYKO ehf. fer fram á tryggingar. Starfsmenn viðskiptaráðgjafar meta þetta hverju sinni. Helstu tryggingarform eru eftirfarandi:

Sjálfskuldarábyrgð

Eigandi/eigendur gangast í ábyrgðir fyrir úttektum félagsins hjá BYKO ehf. Viðkomandi þarf að uppfylla sömu skilyrði og einstaklingar sem sækja um þ.e.a.s. vera fasteignaeigandi og ekki á vanskilaskrám. Upphæð ábyrgðar skal taka mið af áætlaðri úttekt félagsins.

Bankaábyrgð

Viðskiptabanki umsækjanda ábyrgist úttektir viðkomandi hjá BYKO ehf. Í flestum tilfellum er tilgreind upphæð sem um ræðir og eins gildistími ábyrgðar. Greiðslu þarf ávallt að inna af hendi fyrir lok gildistíma ábyrgðar.

Aðgangur að Mínum síðum

​Viðskiptamenn bæði í staðgreiðslu og reikningsviðskiptum geta sótt um aðgengi að þjónustusíðunni Mitt BYKO þar sem hægt er að nálgast öll gögn er lúta að þeirra viðskiptum við fyrirtækið.

Sótt er um aðgang með rafrænum skilríkjum á Mitt BYKO

Ath. viðskiptakjör geta breyst eða fallið niður án fyrirvara.

Sjá persónuverndarstefnu

Valmynd