Hér er að finna tilkynningar og upplýsingar um innkallaðar vörur sem selda hafa verið í BYKO.
INNKÖLLUN á Girls Kent Cupcake 16” reiðhjóli.
Þessi tilkynning um innköllun nær yfir vörunúmer Kent 61609 (BYKO númer 49620063A). Framleitt af KENT, 155 U.S. 46 West, Fairfield NJ 07004, United States.
Prófun leiddi í ljós að reiðhjólið uppfyllir ekki þær kröfur sem eru gerðar samkvæmt staðlinum EN ISO 8098:2023, Reiðhjól – Öryggiskröfur varðandi reiðhjól fyrir ung börn.
Af varúðarástæðum hefur verið ákveðið að innkalla þetta reiðhjól.
Ef þú átt eða þekkir einhvern sem á svona reiðhjól þá, má ekki nota það lengur. Geymdu reiðhjólið þar sem börn og ungt fólk nær ekki til, og skilaðu því í næstu BYKO Verslun.
Þegar þú skilar reiðhjólinu í næstu BYKO verslun, þá þarftu að sýna fram á að hafa keypt hjólið í BYKO, annaðhvort með kvittun fyrir kaupunum eða ef það var keypt á kennitölu þá getum við flétt því upp.
Hægt að nálgast frekari upplýsingar hjá byko@byko.is, eða 515-4000.
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394