Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Sláðu inn kennitölu

Þjónusta

Ráðgjöf

Pallaráðgjöf fyrir garðinn

Pallaráðgjöf fyrir garðinn

Svanfríður Hallgrímsdóttir landslagsráðgjafi veitir viðskiptavinum ráðgjöf um framkvæmdir í garðinum. Tilgangur ráðgjafarinnar er að auðvelda fólki útfærslur á palli og girðingum með efni og vörum frá BYKO.

Bóka tíma í ráðgjöf

Svanfríður
Teikning af palli með heitum potti
Sólpallur Evu Laufeyjar

Pallaráðgjöf

Svanfríður Hallgrímsdóttir landslagsráðgjafi veitir viðskiptavinum ráðgjöf um framkvæmdir í garðinum. Tíminn kostar 14.995 kr. og þú færð þá upphæð til baka í formi inneignar upp í pallaefni hjá BYKO.

Innifalið er: 45 mínútna viðtal við Svanfríði hvort sem er í verslun Breidd eða í fjarfundi í gegnum Teams.

Útlitsmyndir af hönnuninni eru sendar samdægurs. Endanleg hugmyndabók með þrívíðum teikningum ásamt málsetningum sendar u.þ.b. 7 virka dögum eftir ráðgjöf.

Þegar þú hefur pantað tíma í ráðgjöf biðjum við þig að senda myndir og önnur gögn á pallaradgjof@byko.is.

- 1:100 málsett grunnmynd af húsi

- 1:500 málsett afstöðumynd

- Önnur viðeigandi gögn.

Ólituð þrívíddarteikning af palli fyrir viðskiptavin
Pallu teiknaður í þrívídd
Teikning af palli

Bókaðu pallaráðgjöf utan Reykjavíkur

Pallaráðgjöfin fer á flakk og verður á Selfossi 6.-8. mars, á Suðurnesjum 27.-28. mars og Akureyri 3.-5. apríl. Smellið á kubbana hér að neðan til þess að bóka tíma

Undirbúningur fyrir bókaðan tíma

Til þess að tími með pallaráðgjafa nýtist sem best þarf að senda inn eftirfarandi gögn og fylla út neðangreint form minnst 2 dögum fyrir tímann.

Byggingarnefndarteikningar af húsi og lóð, grunnmynd, útlit og afstöðumynd. Þessar teikningar má finna á vef viðkomandi sveitarfélags t.d.
• Reykjavík: http://skjalasafn.reykjavik.is/fotoweb/
• Kópavogur: https://www.map.is/kopavogur/?teikningar
• Hafnarfjörður: https://www.map.is/hafnarfjordur/
• Seltjarnarnes: https://www.map.is/seltjarnarnes/
• Mosfellsbær: https://www.map.is/moso/?teikningar

Ljósmyndir sem sýna lóð og hús, sérstaklega svæðið sem á að hanna.Stuttan lista yfir helstu óskir (t.d. heitan pott, geymslu, grill, bekki, skjólgirðingar, gosbrunn o.s.frv.).


Um er að ræða 30 mín. ráðgjöf og nýtist tími þinn best ef þú veist hvaða svæði í garðinum þú vilt leggja áherslu á.

Tíminn fer fram á Teams eða í verslun BYKO Breidd (í innréttingadeild innst í verslun) þar sem hönnuður deilir sínum skjá. Ef ráðgjöfin fer fram á Teams er best að vera á borðtölvu, ekki síma.

Sólpallur Evu Laufeyjar

Pallareiknivél

Dreymir þig um að byggja sólpall? Sláðu inn stærð pallsins, veldu þér tegund klæðningar og hvort þú vilt reikna með efni í undirstöður. Í pallareiknivélinni getur þú áætlað efniskostnað við nýja pallinn þinn af töluverðri nákvæmni. Þó að sólpallurinn hafi óreglulega lögun gefur fermetratalan nokkuð rétta niðurstöðu.

Opna reiknivél

Pallu teiknaður í þrívídd
Valmynd