Almennir ábyrgðarskilmálar
- Allar vörur eru seldar með fullri ábyrgð samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003.
- Ábyrgð miðast við dagsetningu kaupnótu.
- Kaupnóta er nauðsynleg þegar staðfesta þarf ábyrgð.
- Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits.
- Ábyrgðin fellur úr gildi ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar.
Viðskiptaskilmálar
- Varan er eign BYKO þar til kaupverð hefur verið að fullu greitt.
- Raðgreiðslusamningar, reikningsviðskipti eða önnur lánaform afnema ekki eignarétt BYKO fyrr en fullnaðargreiðsla hefur verið innt af hendi.
- Gjalddagi reiknings vegna reikningsviðskipta er 1. dag mánaðar.
- Eindagi reiknings er 20. dag mánaðar.
- Dráttarvextir reiknast eftir eindaga frá og með gjalddaga reiknings.
Skilaréttur
- Skilaréttur vöru er allt að 30 dagar gegn framvísun reiknings.
- Athugið að útsöluvörum er ekki hægt að skila eða skipta.
- Vara er eign BYKO uns hún hefur verið að fullu greidd.
- BYKO áskilur sér rétt til að taka 20% afföll af upphaflegu verði þegar vörum er skilað.
- Við vöruskil er útgefin inneignarnóta sem gildir í öllum verslunum BYKO í 1 ár frá útgáfudegi. Óski viðskiptavinur eftir því að fá frekar endurgreiðslu þá verður endurgreiðsla framkvæmd á sama formi og upphafleg greiðsla viðskiptavinar var framkvæmd á.
- Ekki er hægt að skila ljósaperum eða niðurmældri vöru.
- Ekki er hægt að skila sérpöntunarvöru.
Lagning gólfefna
Nokkur atriði sem þarf að hafa í huga
Að uppgötva galla eftir að gólfefnið hefur verið lagt á gólf getur reynst kaupanda vörunnar dýrkeypt ef hann hefur ekki framfylgt faglegu eftirlitshlutverki við lögnina. Kaupandi vörunnar má búast við því að þurfa að bera tjónið sjálfur.
Parket og þiljur, sjáanlegir gallar:
- Fylgjast þarf vel með að borð falli vel saman og ekki sé hæðarmismunur milli borða.
- Skoða þarf hvert borð vandlega áður en það er lagt og leggja það til hliðar ef eitthvað er athugavert.
- Mikilvægt er að lýsing sé góð þannig að almennir gallar eða glansmismunur milli einstakra borða fari ekki framhjá lagningarmanni.
- Ef hafna þarf parketborði skal það gert áður en það er lagt.
- Ganga þarf úr skugga um að rétt vörutegund hafi verið afhent áður en lagning hefst.
Flísar, stærðir og litir:
- Flísar eru almennt framleiddar í lotum. Lita- og stærðarmunur er á milli framleiðslulota. Framleiðendur stimpla litanúmer á pakkana í samræmi við framleiðslulotu.
- Mikilvægt er að lýsing sé góð þannig að almennir gallar eins og litamunur, stærðarmunur eða aðrir sjáanlegir gallar fari ekki framhjá lagningarmanni.
- Kaupandi þarf að bera saman litanúmerið á kössunum því það er mjög áríðandi að allar keyptar flísar séu úr sömu framleiðslulotu.
- Ef hafna þarf flísum sökum litamunar, stærðar eða annarra athugasemda skal það gert áður en þær eru lagðar.
- Ganga þarf úr skugga um að rétt vörutegund hafi verið afhent áður en lagning hefst.
- Ef söluhlutur er gallaður ber kaupanda að tilkynna BYKO um að hann muni bera gallann fyrir sig án ástæðulauss dráttar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var.
Geymslugjöld sérpantana
- Geymslugjald reiknast 10 dögum eftir tilkynningu um komu vöru.
- Geymslugjald á einu EURO bretti: 1.000 kr á dag (Vnr. 095).
Gámaleiga
- Gámaleiga reiknast 14 dögum eftir tilkynningu um komu gáms.
- Gámaleiga á 40 feta gámi: 6.130 kr á dag (Vnr. 028).
- Gámaleiga á 20 feta gámi: 4.595 kr á dag (Vnr. 027).