Lunawood er unninn úr umhverfisvænni finnskri furu og greni. Hægt er að nota Lunawood bæði innandyra sem utan og gefur efnið hverju rými sjarma og betri hljóðvist.
Hitameðhöndluð fura - Luna-Thermo-D. Búið er að baka efnið upp í 212 gráður og þ.a.l. þurrka upp alla trjákvoðu svo efnið sígur síður í sig raka og fúnar, ásamt því að vera einstaklega formfast.
Hægt er að nota innandyra sem utan. Ef nota á efnið utandyra þarf að meðhöndla það með viðarvörn og fara eftir uppsetningarleiðbeiningum, það er sitthvor aðferðin fyrir innandyra eða utandyra.
Vinnslan við Thermowood viðinn frá Lunawood tryggir langvarandi notkun á viði í fjölbreyttum og flóknum útfærslum. Þetta ferli tryggir það að viðurinn hentar vel íslenskum aðstæðum. Lunawood viður kemur glæsilega út bæði innan sem utandyra og hefur verið notað í ótal mörgum verkefnum erlendis sem og hérlendis.
Hitameðhöndlað Luna-Thermo-D, ljósbrúnn viður efir meðhöndlun. Engin efnanotkun er við framleiðslu, einungis hitun á timbri eða upp í 212°C. Eykur þetta endingartími viðarins mjög, eða í endingaflokkur Class 2 skv. EN 350. Vegna meðhöndlunar eru formbreytingar minni. Yfirborðsviðhald er valkvætt.
Efnið hentar bæði utan- og innanhús, en notkunarflokkur er class 3 skv. EN 335. Það þýðir ofanjarðar en ekki til notkunar í jörð. Kjörið í spa og sánaklefa.
PEFC upprunavottun er á hráefni.
Hér eru þær fjölbreyttu útfærslur sem við bjóðum upp á frá Lunawood.
PEFC upprunavottorð
Uppsetningarleiðbeiningar
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394