Þessi smágrafa er þægileg og auðveld í notkun. Er með húsi sem eykur þægindin við vinnu til muna sérstaklega ef veður er ekki gott. Hana er gott að nota í ýmiss konar jarðvinnu s.s. ef færa þarf til tré, útbúa bílaplan, grafa fyrir dreni eða þró o.s.frv. Starfsmenn leigunnar fara í gegnum grunnatriði við notkun gröfunnar áður en hún er leigð út. Varast skal að snúa gröfunni á hörðu undirlagi því þá er dálítil hætta á að gúmmíbeltið detti af henni. Ef þetta gerist, sem er frekar óalgengt, þá skal hringja í starfsmenn leigunnar og láta vita. Reynið ekki að koma beltinu á sjálf því það getur skemmt það.
Kraftur: 15,7 kW
Þyngd: 2081 kg
Hám. moksturshæð: 411 cm
Hám. lestunarhæð: 256 cm
Hám. mokstursdýpt við vegg: 194 cm
Hám. mokstursdýpt: 258 cm
Flutningslengd: 366 cm
Flutningsbreidd: 109 cm
Flutningshæð: 230 cm
Eldsneyti: Dísel
LEIGUVERÐ
- 24 klst: 37.800 kr.
- 2 dagar: 54.000 kr.
- 3 dagar: 81.000 kr.
- 4 dagar: 108.000 kr.
- Vika: 135.000 kr.
- Trygging: 70.000 kr.