Sadolin hefur í áratugi verið eitt traustasta vörumerkið í málningu. Með hágæða litum og nýjustu tækni tryggir Sadolin fallega áferð, góða þekju og endingu sem þolir íslenskt veðurfar. Hvort sem þú ert að fríska upp á stofuna, mála húsið að utan eða gefa húsgögnunum nýtt líf, þá býður Sadolin upp á fjölbreytt úrval málninga og lita. Þú finnur réttu lausnina fyrir hvert verkefni.
Gerðu heimilið hlýlegra með fallegum litum
Undirvinnan skiptir miklu máli
Jóhanna Heiður, litaráðgjafi BYKO, hefur valið átta fallega, mjúka og notalega liti sem gætu hentað þínu heimili.
Skoða litina
Í samstarfi við BYKO setti Friðrik Ómar saman skemmtilegt litakort. Litirnir sex eru innblásnir af uppáhalds tónlistarfólki hans og þeim hugrenningatengslum sem skapast á milli lita og tóna.
Í litakortinu er að finna litina Michael, Turner og Mercury, ásamt fleiri litum sem skírðir eru í höfuðið á þeim dívum sem hafa veitt Friðriki innblástur.
Skoða litakort
Hvernig stemningu viltu skapa í þínu rými? Á að velja ljósa liti eða dökka? Í hvaða átt snýr rýmið og hvað annað er þar inni?
Með ólíkum aðferðum og réttum litum getur maður nefnilega endurmótað herbergi og hreinlega gjörbreytt ásýnd þeirra. Því getur komið sér vel að þekkja ólíkar aðferðir til að skapa nýja upplifun á stærð og lögun rýma.
Skoða nánar
Áður en hafist er handa við að mála innandyra er gott að vera vel undirbúinn. Hér finnur þú nokkur atriði sem gott er að hafa í huga, líkt og máltaka og þrif.
Skoða nánar
Matt eða glansandi? Gljástig segja til um hve glansandi málningin er á kvarðanum 0 til 100 þar sem 100 er mest glansandi. Hversu glansandi málningu þú ættir að nota fer eftir mati á því hvað er hentugt og hvað þér þykir fallegt.
Skoða nánar
Hér eru algengar spurningar sem snúa að málningu. Er hægt að mála flísar? Hvernig er best að mála loft? Og fleiri sniðug ráð.
Skoða nánar
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394