Í samstarfi við BYKO setti Friðrik Ómar saman skemmtilegt litakort. Litirnir sex eru innblásnir af uppáhalds tónlistarfólki hans og þeim hugrenningatengslum sem skapast á milli lita og tóna.
Ég tengi tónlist við liti og liti við tónlist. Þegar ég er að setja upp tónleika þá sé ég alltaf einhvern lit fyrir mér fyrir hvert lag.
Þegar ég var barn þá hlustaði ég á, svona að ég vil segja alvöru söngvara, alvöru raddir. George Michael, Aretha Franklin, Elvis Presley, Whitney Houston, Freddie Mercury, Tina Turner, allt þetta. Þetta voru svona dívur, sem kannski gerir mig að svona Divo.
Það gefur því augaleið að mínir litir eru skírðir í höfuðið á þessum dívum!
Friðrik Ómar, tónlistarmaður.
Drottning rokksins! Gul-gyllti liturinn er kraftmikill og geggjaður með þeim bláa. Þessi er fyrir Tinu!
Mercury er skærasti liturinn í kortinu, einfaldlega af því að Freddy er skærasta stjarnan. Ljós litur sem passar með öllum hinum.
George fær gráan tón, enda er slíkt vinsælt um þessar mundir. Friðrik myndi vilja hafa Michael uppi um alla veggi hjá sér.
Elvis hefur fylgt okkur frá blautu barnsbeini. Hann er auðvitað kóngurinn og liturinn því blár. Blue Suede Shoes, einhver?
Whitney er flottasta og besta söngkona sem hefur verið uppi á plánetunni jörð! Hún á því skilið fagran, ljósgrænan lit sem hrífur.
Drottning sálartónlistarinnar er að sjálfsögðu með. Hún var beðin að vera guðmóðir Whitney, en afþakkaði. Hún er það samt í anda!
Fáðu litinn sendan heim og prófaðu að mála hann á þínu heimili.
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394