Litaval setur tóninn í allri hönnun og leggur grunninn að fallegu rými. BYKO hefur fengið í lið mér sér úrvalslið hönnuða og fagurkera til að setja saman litakort, sem veita innblástur og hjálpa þér að skapa réttu stemninguna í þínu rými.
Í samstarfi við BYKO setti Friðrik Ómar saman skemmtilegt litakort. Litirnir sex eru innblásnir af uppáhalds tónlistarfólki hans og þeim hugrenningatengslum sem skapast á milli lita og tóna.
Í litakortinu er að finna litina Michael, Turner og Mercury, ásamt fleiri litum sem skírðir eru í höfuðið á þeim dívum sem hafa veitt Friðriki innblástur.
Hvernig stemningu viltu skapa í þínu rými? Á að velja ljósa liti eða dökka? Í hvaða átt snýr rýmið og hvað annað er þar inni?
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394