Verkefnin okkar
Við í BYKO höfum fengið að taka þátt í allskonar skemmtilegum verkefnum síðustu árin, stórum jafnt sem smáum. Verkefnin eru fjölbreytt eins og þau eru mörg, hvort sem um ræðir gluggalausnir, álklæðningar, eða heilu húsin. Því hvert sem verkefnið er, gerum þetta saman.
Stefna BYKO er að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavinarins í framkvæmdum og fegrun heimilisins. BYKO vinnur með sjálfbærni að leiðarljósi, horfir til framtíðar í átt að hringrásarhagkerfi og endurspeglar myndin starfsemina allt frá umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum.
Við elskum hugmyndir af öllum stærðum og gerðum og hlökkum til að heyra hver þín er. Hjá okkur færð þú allt sem þarf til að hrinda hugmyndinni þinni í framkvæmd. Starfsfólkið okkar tekur vel á móti þér og ráðleggur þér um öll skref í ferlinu, bæði stór og smá.
Gerum þetta saman.
Nánar um verkefnin
BYKO tekur virkan þátt í mörgum af skemmtilegustu byggingarverkefnum landsins. Hjá okkur færð þú allt sem þarf til að hrinda hugmyndinni þinni í framkvæmd. Hér sérð þú þau verkefni sem við höfum verið hluti af síðustu mánuði og ár.
Við í BYKO höfum sett okkur skýra stefnu í sjálfbærni þar sem við leggjum áherslu á umhverfislega- félagslega- og efnahagslega sjálfbærni í okkar daglegum rekstri. Við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð þegar horft er til byggingariðnaðarins en hann er einn af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar og horfa má til að í kringum 8% af landsframleiðslu komi frá þeirri atvinnugrein en að jafnaði starfar um 20.000 manns í greininni. Ef horft er til alls iðnaðar á Íslandi þá stendur hann undir rétt rúmlega undir 25% af landsframleiðslu. Byggingariðnaðurinn er hins vegar hvað einn mest mengandi iðnaður á heimsvísu þar sem honum fylgir mikil auðlindanotkun, losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs.
Skoða sjálfbærniskýrslu
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394