Vaxtalaus lán

Svona virka BYKO lánin:

 • Fyrsti gjalddagi er 30 dögum eftir kaup.
 • Hægt er að skipta greiðslum í 2 – 12 mánuði.
 • Hægt er að taka lán fyrir hluta af upphæðinni ef óskað er og staðgreiða þá mismuninn.
 • Viðskiptavinir greiða enga vexti en 3,5% lántökugjald af upphæðinni og 390 kr. greiðslugjald við hvern gjalddaga.
 • Nauðsynlegt er að hafa íslensk kreditkort frá VISA, Mastercard eða American Express þar sem um vaxtalausar raðgreiðslur er að ræða.
 • Ekki er hægt að nota fyrirfram greidd kort né fyrirtækjakort.
 • Ekki er hægt að nota vaxtalaus lán til uppgjörs á viðskiptareikningum. Vaxtalaus lán er eingöngu hægt að nota við einstök kaup.
 • Ekki er hægt að nota vaxtalaus lán þegar um sérpöntun er að ræða sem eru háð gengi og fyrirframgreiðslu.

Hámark á BYKO lánum er sem hér segir:

 • 18-24 ára      kr. 350.000, 3 lán að hámarki.
 • 25-35 ára      kr. 600.000, 3 lán að hámarki.
 • 36-70 ára      kr. 800.000, 4 lán að hámarki.
 • 70-100 ára    kr. 550.000, 3 lán að hámarki.

Hvernig sæki ég um svona lán?

 • Þú kemur í eina af verslunum okkar og gengur frá lántöku á þjónustuborði verslunarinnar.
 • Því miður er ekki hægt að ganga frá BYKO lánum/raðgreiðslum í Vefverslun BYKO.

Skilmálar BYKO lána eru að lántaki:

 • Hafi íslenskt kreditkort frá VISA eða Mastercard.
 • Fái samþykki frá Borgun og framvísi tveimur skilríkjum sem eru ljósrituð við undirskrift.
 • Skilyrði er að lántaki skrifi undir lánið, umboð fyrir þriðja aðila eru ekki leyfð.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.