Samfélagssjóður BYKO

Samfélagssjóður BYKO ses. hefur starfað frá árinu 2007, fyrst sem Styrktar- og menningarsjóður Norvikur ses.

Tilgangur sjóðsins er að efla tengsl BYKO við samfélagið og sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Sérstök áhersla er lögð á að styrkja forvarnar- og æskulýðsstarf, menntun og önnur verkefni sem tengjast börnum og unglingum. 

Þriggja manna stjórn mótar stefnu sjóðsins og tekur ákvörðun um úthlutanir hverju sinni. 

 

Skoða úthlutanir

 

Styrktarverkefni sem koma til greina eru tengd:

 • Forvarnar- og æskulýðsstarfi.
 • Fræðslu og/eða menntun í þágu barna og unglinga.
 • Starfi mannúðarsamtaka og líknarfélaga.
 • Menningu og listum.
 • Sértækum útgáfuverkefnum.

 

Verkefni sem alla jafna eru ekki styrkt af sjóðnum eru:

 • Nýsköpunar- og sprotaverkefni.
 • Umhverfismál.
 • Starfsemi íþróttafélaga.
 • Einstaklingar, nemendur eða starfsmannafélög til námsferða eða íþróttaferða.
 • Kosningaherferðir nemenda og/eða stjórnmálaflokka.
 • Utanlandsferðir listamanna og listhópa.
 • Almenn bókaútgáfa, gerð almenns námsefnis og útgáfa geisladiska.

 

Umsóknum skal fylgja greinargóð lýsing á markmiði eða viðfangsefni verkefnis, og skýrar upplýsingar um þá styrkupphæð sem sóst er eftir.

Öllum umsóknum er svarað.

Umsóknarform

Nafn
Kennitala
Netfang
Sími
Styrkupphæð sem sóst er eftir
Lýsing á verkefni

Veldu skrá.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.