BYKO hefur hlotið jafnlaunavottun sem hefur að meginmarkmiði að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns.
BYKO fylgir lögum, reglum og samningum sem snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma. Jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla 2008 nr, 10 16. mars. BYKO er vinnustaður þar sem konur og karlar eru metinn á eigin forsendum, hafa jafna möguleika og sömu réttindi í starfi og til starfsframa. BYKO skapar vettvang til virkrar umræðu og vitundar um jafnréttismál. Megináherslur í jafnréttismálum eru:
Framkvæmdastjórn skal setja fram jafnlaunamarkmið og rýna jafnlaunakerfið árlega. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. Stjórnendur skulu einnig skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.
Framkvæmdastjórn BYKO ber ábyrgð á framkvæmd og endurskoðun jafnlaunastefnu fyrirtækisins. Jafnlaunastefnan skal yfirfarin eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti.
Kópavogur 14. maí 2018.
„Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum og körlum.” Lög nr. 10/2008, gr. 20 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
„Atvinnurekendum er óheimilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kyns.“ Lög nr. 10/2008, gr.26 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
„Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, hvort heldur bein eða óbein er óheimil. Þó teljast sértækar aðgerðir ekki ganga gegn lögum þessum“.
„Sértækar aðgerðir: Sérstaklega tímabundnar aðgerðir sem ætlað er að bæta stöðu eða auka möguleika kvenna eða karla í því skyni að koma á jafnri stöðu kynjanna á ákveðnu sviði þar sem á annað kynið hallar. Þar getur þurft tímabundið að veita öðru kyninu forgang til að ná jafnvægi“ Lög nr. 10/2008, gr. 24 og gr. 3, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Mælikvarði
Fjöldi starfsauglýsinga þar sem annað hvort kemur fram að störfin henti jafnt konum sem körlum eða þar sem það kyn sem sérstaklega hallar á er hvatt til að sækja um starfið. Ábyrgð og tímarammi Mannauðsstjóri. 1x ári.
Mælikvarði
Mæling á fjölda nýrra starfsmanna og starfsmannavelta eftir aldri, kyni, starfsheitum og starfsstöðvum. (GRI; LA2) Ábyrgð og tímarammi Mannauðstjóri. 1x á ári.
„Atvinnurekendur og stéttarfélög skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Atvinnurekendur skulu sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtæki síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum.“ Lög nr. 10/2008, gr.18 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Ábyrgð og tímarammi
Mannauðsstjóri. 2x á ári.
Mælikvarði
Mæling á hlutfalli stjórnenda sem sóttu námskeið á viðkomandi ári.
Ábyrgð og tímarammi
Mannauðsstjóri. 1x á ári.
„Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun“ Lög nr. 10/2008, gr. 19 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Mælikvarði
Mæling á launum og hlunnindum sem konur fá, sem hlutfall af launum og hlunnindum karla, skipt eftir starfsheitum og/eða starfsstöðvum. (GRI; LA14)
BYKO öðlist jafnlaunavottun og haldi vottun með reglubundnum úttektum.
Ábyrgð og tímarammi
Mannauðsstjóri. 1x ári.
„Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa atvinnulífs, þar með talið að starfsmönnum sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.” Lög nr. 10/2008, gr. 21 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Mælikvarði
Mæling á fjölda starfsmanna skipt eftir stöðugildi og kyni sem tekur fæðingar- og foreldraorlof, mælt í vikum.
Ábyrgð og tímarammi
Mannauðsstjóri. 1x á ári
Mælikvarði
Mæling á hlutfalli starfsmanna sem snýr aftur til vinnu eftir fæðingarorlof, skipt eftir kyni. (GRI; LA15)
Ábyrgð og tímarammi
Mannauðsstjóri. 1x á ári.
„Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir, kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni eða kynferðislegri áreitni, á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum. Ef yfirmaður er kærður vegna, ætlaðs kynbundins ofbeldis, ætlaðrar kynbundinnar áreitni eða ætlaðrar kynferðislegrar áreitni, verður hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.“
Mælikvarði
Mæling á þátttöku starfsmanna í fræðslu um málaflokkinn og kynningum á forvarnar- og aðgerðaráætlun.
Ábyrgð og tímarammi
Mannauðsstjóri. Fyrir árslok 2018, endurskoðuð á 2 ára fresti.
„Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.” Lög nr. 10/2008, gr.20 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Mælikvarði
Mæling á fjölda fræðslustunda skipt eftir starfsheitum og kyni.
Ábyrgð og tímarammi
Mannauðsstjóri 1x ári.
„Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skulu setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Skal þar m.a. sérstaklega kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig þeim skuli náð til að tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í 1-.-22. gr. Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti.“ Lög nr. 10/2008, gr. 18 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Niðurstöður endurskoðunar á jafnréttisstefnu samkvæmt fundargerðum framkvæmdastjórnar.
Framkvæmdastjórn. 1x á ári.
Mæling á hversu margir hafa kynnt sér fræðsluefnið
Mannauðsstjóri 1x ári.
Mæling á fjölda ábendinga og tillagna til nefndarmanna.
Framkvæmdastjórn. 1x á ári.