Leita
Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Þjónusta

Sjálfbærni

Umhverfismerki

Umhverfismerki

Flóra umhverfismerkja er ansi mikil og stundum erfitt fyrir fólk að skilja á milli trúverðugra og ótrúverðugra merkja. Í stuttu máli má skipta umhverfismerkjum í tvo flokka.

Pappírsáferð
Um umhverfismerki
Tegund I

eru umhverfismerki sem taka tillit til margra umhverfisþátta á líftíma vörunnar, eru byggð á viðmiðum óháðs þriðja aðila sem einnig er úttektaraðili og staðfestir að viðkomandi vara eða þjónustu uppfylli viðmiðin.

Tegund II

eru merki tekin fram af fyrirtækjum um umhverfiságæti eigin vara. Fyrirtækin ákveða sjálf eigin viðmið og það er allur gangur á því hvort upplýsingarnar eru yfirfarnar af óháðum þriðja aðila.  Þessi merki geta náð yfir hvort heldur sem er einn eða fleiri umhverfisþætti.

Almennt eru tegund I, þriðja aðila, umhverfismerki talin til áreiðanlegra og viðurkenndra umhverfismerkja.  Tegund II merki almennt ekki talin áreiðanleg og oft notuð til að veita vörum grænan blæ. Þetta er oft gert með því að leggja ofuráherslu á einn umhverfisþátt óháð því hve mikilvægur hann er fyrir vörunna eða heildarumhverfisáhrif hennar og samtímis líta framhjá öðrum mikilvægum umhverfisþáttum. Dæmi um tegund II merki er þegar að fyrirtæki auglýsa að vara sé laus við ákveðin efni sem t.d. er bannað að nota, eins og Freon -frítt.  Þetta er í raun villandi markaðssetning. BYKO vill forðast öll merki af tegund II af fremsta megni.

Sjálfbær nytjaskógur
Evrópublómið

Evrópublómið er sameiginlegt merki landa Evrópusambandsins. Ákvörðunin um stofnun þess var tekin árið 1992. Uppbygging Evrópublómsins er sambærileg við Svaninn og er skrifstofa Blómsins hjá Umhverfisstofnun.

Merki EU Ecolabel
Blái Engillinn

Blái engillinn er þýskt umhverfismerki sem var sett á laggirnar árið 1978 og er þar af leiðandi elsta umhverfismerki í heimi. Merkið er þróað í samvinnu þýskra umhverfisyfirvalda, neytendasamtaka og samtaka iðnaðarins. Styrkleikar merkisins eru fyrst og fremst í Þýskalandi og Mið-evrópu. Það eru samt margar vörur á Íslandi, ekki síst byggingavörur sem bera Bláa engilinn.

Der Blauer Engel
OEKO-TEX

Efni sem notuð eru í vörurnar eru vottaðir samkvæmt Oeko-Tex staðlinum. Oeko-Tex staðallinn er sjálfstætt prófunar- og vottunarkerfi fyrir vefnaðarvöru á öllum stigum framleiðslunar.

Með því að velja vörur úr efni sem er vottað af Oeko-Tex geta neytendur verið vissir um að varan sé úr efni sem er laust við hættuleg eða skaðleg efni og unnið með lágmörkun á umhverfisáhrifum að leiðarljósi.

Merki Oeko-tex Standard 100
Valmynd