CLT einingahús - krosslímt timbur

Byggingar úr CLT timbureiningum eru að ryðja sér rúms um allan heim og nú býður BYKO upp á þessa lausn. Um er að ræða mjög hagkvæma leið til að byggja þar sem það er fljótlegt að reisa og loka húsum, auk þess sem þetta er vistvæn gæðalausn. Timbur er afar traust byggingarefni sem sýnir sig einna helst í þeirri staðreynd að í dag er verið að reisa háhýsi úr timbri (CLT einingum) víða um Evrópu.

Krosslímt timbur er framleitt undir miklum þrýstingi þar sem plötur eru byggðar upp af timburlögum sem eru límd saman þvert á hvert annað. Þessi aðferð gefur af sér afurð sem er með mjög hátt burðarþol. Krosslímdu timbureiningarnar koma tilsniðnar og tilbúnar til uppsetningar til viðskiptavinar á verkstað. Þegar einingarnar hafa verið reistar eru útveggir einangraðir að utan og klæddir með klæðningu að eigin vali. Innveggina og loft þarf í raun ekki að klæða, timbureiningarnar geta verið sýnilegar en einnig er hægt að klæða með gipsplötum eða öðru efni að innan.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu Skonto

Sýningarhús BYKO í smíðum

Bæklingur frá Skonto

Sölumenn CLT einingahúsa

Kjartan Long

Sölustjóri Gluggar, hurðir og húseiningar

515 4121

821 4166

Sigurður Júlíus Jónsson

CLT einingahús, gluggar, hurðir og bílskúrshurðir

515 4034

821 4034

Sigurjón Þórhallsson

Rammahús, gluggar, hurðir og bílskúrshurðir

515 4153

821 4053

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.