BYKO framleiðir glugga og hurðir í ýmsum útfærslum, allt eftir þörfum viðskiptavina og veitir starfsfólk okkar ráðgjöf og upplýsingar vegna hönnunar og útfærslu sem henta hverjum og einum.
BYKO býður uppá fjölmargar útfærslur af viðargluggum sem hægt er að fá með karm úr furu og opnanleg fög úr Oregon furu (pine) eða límtrés furu. Gluggarnir eru framleiddir í verksmiðju BYKO í Lettlandi og eru CE merktir ásamt því að vera prófaðir reglulega af Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMI).
Gluggarnir eru fúavarðir og yfirborðsmeðhöndlaðir með viðurkenndu akrýlþekjandi málningarkerfi (RAL), þeir koma staðlað í hvítu (RAL 9010) en hægt er að velja alla aðra liti úr RAL litakerfinu.
Hægt er að fá gluggana án yfirborðsmeðhöndlunar en við mælum ekki með því, best er að bera á viðinn og yfirborðsmeðhöndla sem allra fyrst og áður en hann fer undir beran himinn.
BYKO býður einnig álklædda timburglugga sem uppfylla sömu skilyrði og timburgluggarnir. Þeir koma með karm og fög úr límtrésfuru og bjóða þann kost að velja mismunandi lit að innan og utan án viðbótarkostnaðar.
Gæði og eftirlit
Gluggarnir okkar eru með íslenska gæðavottun frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMI) sem hægt er að sækja hér á síðunni. Þar eru gluggarnir prófaðir reglulega í slagregnsskáp, rakainnihald viðarins er stöðugt kannað og fylgst er með loftrakastýringu í framleiðslunni.
Í gluggana frá okkur er hægt að velja um mismunandi tegundir glerja. Staðlað gler í BYKO gluggum er háeinangrandi og hefur meðal U-gildi 1,1 - 1,3. Við bjóðum val um sólvarnargler, öryggisgler, matt gler eða hljóðeinangrandi gler.
Karmstykki og innanverða pósta er hægt að fá með beinum prófíl eða skrautfræsingu. Allar brúnir koma rúnaðar sem dregur úr hættu á skemmdum við flutning og ísetningu ásamt því að við málun myndast heil filma sem slitnar ekki á skörpum brúnum.
Gluggarnir koma með álundirlista en hönnun hans miðar að því að halda fölsum þurrum og góðri loftun við glerið. Lárétt föls eru hallandi til að vatn safnist ekki fyrir í þeim.
BYKO framleiðir fjölmargar gerðir af hurðum í margvíslegum útfærslum úr Oregon pine eða samlímdri furu. Starfsfólk okkar veitir ráðgjöf og upplýsingar vegna hönnunar og útfærslu sem henta hverjum og einum.
Einnig framleiðir BYKO hurðir úr eik og má sjá sýnishorn af þeirri framleiðslu hér.
Smelltu hér til að skoða leiðbeiningar við byggingareglugerðir hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Allar innopnanlegar hurðir BYKO eru með þriggja punkta læsingu sem staðalbúnað, en þriggja punkta læsing er mikill kostur. Með henni færðu þrjár læsingar, eina uppi, eina í miðjunni og eina niðri.
Auk staðlaðra og fyrirfram hannaðra hurða BYKO sérsmíðum við einnig hurðir eftir óskum og þörfum hvers og eins.
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394