Leita
Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Álgluggar og hurðir

BYKO er með vandaðar álgluggalausnir í allar gerðir bygginga.

Stórir álgluggar frá Reynaers
Merki Reynaers Aluminium
Stærstu rennihurðir á Íslandi - Tennishöllin í Kópavogi
Sterkir og viðhaldslitlir

Álgluggar þurfa lítið viðhald og henta því sérstaklega vel í íslensku veðurfari. Álið á sérstaklega vel við þegar stærri gluggar eiga í hlut, t.d. í iðnaðar og skrifstofuhúsnæði, einbýlishús svo eitthvað sé nefnt.

Það hefur einnig verið vinsælt að nota álhurðir og glugga í innveggjakerfi og í staka glugga og hurðir t.d. í íþróttahúsum, skrifstofuhúsnæði o.fl.

Stærstu rennihurðir á Íslandi - Tennishöllin í Kópavogi
Verkefni BYKO

BYKO hefur komið að mörgum stærstu álgluggaverkefnum sem ráðist hefur verið í hér á landi síðustu ár. Engin verkefni eru þó of smá fyrir BYKO. Meðal verkefna má nefna Bláa Lónið, Leifsstöð, Smáralind, Kirkjusand D hús nýja viðbyggingu Norðurorku og Sjóböðin á Húsavík svo fáein dæmi séu nefnd.

Boðið er upp á ýmsar álhurðalausnir, svo sem hand- og sjálfvirkar rennihurðir, hringhurðir ásamt fjölbreyttu úrvali opnunar- og hurðabúnaðar með álgluggum og hurðum. Val um glergerðir er nánast óþrjótandi.

Álgluggar í nýbyggingu
Reynaers Aluminum

Reynaers Aluminum hefur í 50 ár verið leiðandi í Evrópu við þróun og framleiðslu hugvitsamlegra og sjálfbærra álglugga- og hurðalausna.  Auk þess að bjóða upp á breitt úrval staðlaðra lausna býður Reynaers líka upp á sérsmíði og eru möguleikarnir nánast óendanlegir. Vörur Reynaers gangast allar undir ströng gæðapróf til þess að ganga úr skugga um að þær standist ítrustu gæðakröfur jafnvel hinna kröfuhörðustu viðskiptavina.

Vörur frá Reynaers uppfylla kröfur LEED og BREEAM vottunarkerfanna.

Álgluggar frá BYKO í flugstöðinni
Álgluggar og hurðir á einbýlishúsi
Tveggja hæða einbýlishús með álgluggum og hurðum
Valmynd