Vinnustaðagirðingar

Vinnustaðagirðingar

BYKO Leiga hefur leigt og selt vinnustaðagirðingar í mörg ár. Vinnustaðagirðingarnar eru 3,5m að lengd og 2m að hæð. Þær henta vel til að girða af vinnustaði þar sem verklegar framkvæmdir standa yfir. Einnig er algengt að nota þær til að girða af svæði þar sem ýmsir viðburðir fara fram s.s. kappleikir, skemmtanir o.fl.

Nýlega tók BYKO Leiga í sölu og leigu sterkari tegund af girðingum en hafa verið í gangi áður. Þær hafa nokkra kosti fram yfir þessar hefðbundnu sem hafa verið í seldar og leigðar í fjölda ára. Allir hlutar girðinganna eru úr þykkara stáli, samskeyti eru heilsoðin en ekki punktsoðin, krækjufesting er að ofan sem einfaldar samsetningu og síðast en ekki síst þá eru þær heitgalvaniseraðar. 

Girðingarnar eru eingöngu til hjá Leigunni á Þórðarhöfða. Leiguverð á girðingum miðast við leigutíma og er langtímaleiga hagstæðari en skammtímaleiga.

Hér fyrir neðan er að finna upplýsingabækling um girðingarnar og notkunarleiðbeiningar.

Villalta girðingar bæklingur (pdf).

Tengiliðir

Enok Valsson

Sölufulltrúi steypumót, pallar o.fl.

Pétur Jónsson

Sölustjóri

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.