Gámahús

Gámahús frá Ryterna

Byko Leiga býður til sölu gámahús frá Ryterna í Litháen. Hægt er að fá þau bæði samsett og ósamsett eftir því sem hentar. Gámahúsin nýtast vel sem bráðabirgðahúsnæði eins og t.d. vinnuskúr, veitingasala, hjólageymsla, skrifstofa, biðstofa o.fl. Eigum til stöðluð gámahús á lager með 1 hurð og 2 opnanlegum gluggum.

Kostir gámahúsanna:

  • Styrktur stálrammi með götum fyrir lyftara
  • Rafmagnstengill að utan
  • Hágæða hita- og hljóðeinangrun
  • Auðfæranlegar veggjaeiningar
  • Niðurfallskerfi fyrir regnvatn
  • Möguleiki að sérpanta aukahluti
  • Gámahúsin geta tengst saman við hvort annað eða tengst við gámahús frá öðrum framleiðendum

 

Gámahúsin eru sett saman úr einingum og því er hægt að ráða staðsetningu hurða og glugga. Stærðin á gámahúsunum er 20 fet, innanmál er 5,76x2,14 m og lofthæð er 2,53 m. Hægt er að samtengja tvo eða fleiri gáma og þar með búa til stærra rými.

Hægt er að sérpanta ýmsar útgáfur og samsetningar af gámahúsunum en finna má upplýsingar inná heimsíðu Ryterna.

Tengiliðir

Pétur Jónsson

Sölustjóri

Enok Valsson

Sölufulltrúi steypumót, pallar o.fl.

Gámahús frá Ryterna

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.