Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Sláðu inn kennitölu

Þjónusta

Komdu í viðskipti

Skilmálar BYKO vegna framkvæmdalána

Framkvæmdalán skilmálar

BYKO framkvæmdalán eru aðeins í boði fyrir einstaklinga. Við lánum þér allt að 1.5 milljónir til framkvæmda. Fyrstu þrjá mánuðina er vaxtalaust úttektartímabil en við bætist lántökugjald. Þú getur valið að dreifa afborgunum í allt að 24 mánuði til viðbótar eftir að þriggja mánaða framkvæmdatímabilinu lýkur. Eftir þann tíma er viðskiptareikningi lokað og lánsfjárhæð leiðrétt miðað við úttektir. 

Framkvæmdarlán

Nánar um BYKO Framkvæmdarlán

​BYKO ehf. stofnar til tímabundinna reikningsviðskipta við lántakanda skv. greiðslumati og  lánaskilmálum Pei.  Opnaður er viðskiptareikningur til allt að 90 daga (framkvæmdatími) og að þeim tíma liðnum yfirtekur Pei viðskiptakröfu eins og hún stendur á þeim tíma.  Ekki er hægt að óska eftir framlengingu á opnun viðskiptareikningsins.
Lántakandi skal í öllum tilfellum leita til Pei vegna lánsins.

Úttektarheimild er ákvörðuð skv.greiðslumati Pei ehf. og er ekki til greiðslu á eldri viðskiptaskuld lántaka ef um það er að ræða hjá BYKO ehf.  Eldri kröfur BYKO ehf. eru innheimtar skv. almennum skilmálum um reikningsviðskipti hjá BYKO ehf.

Lántakandi er skilgreindur sem úttektaraðili á viðskiptareikningi hjá BYKO ehf. Óski lántakandi eftir að fjölga úttektaraðilum á viðskiptareikningnum eru það alfarið á ábyrgð lántakanda og ber lántaki fulla ábyrgð á úttektum gerðum af þeim aðilum.

BYKO ehf. áskilur sér rétt til að lækka eða loka fyrir úttektarheimild á viðskiptareikningi komi beiðni um slíkt frá Pei. Eins ef lántaki lendir á vanskilaskrá eða lánshæfismat lántaka lækkar umtalsvert á úttektartímabilinu.

Úttekt lántakanda er vaxtalaus á framkvæmdatímanum.  Að framkvæmdatíma liðnum er úttektarheimild felld niður.  Ef lántakandi var fyrir lántöku í reikningsviðskiptum við BYKO ehf. mun lántakandi fara aftur í sömu kjör skv. almennum skilmálum um reikningsviðskipti hjá BYKO ehf.

Unnið að framkvæmdum á heimili
Framkvæmdaafsláttur

Skilmálar BYKO vegna framkvæmdalána

-BYKO framkvæmdalán eru eingöngu í boði fyrir einstaklinga.
-Lánað er allt að 1,5 milljónir og til allt að 24 mánaða en heimildin er ákvörðuð af lánshæfismati Pei. 
-Vaxtalaust úttektartímabil í 3 mánuði frá samþykki lánsumsóknar.
-Lánsfjárhæð er leiðrétt í samræmi við raun vöruúttekt að 90 dögum loknum.
-Framkvæmdalán BYKO eru eingöngu í boði fyrir vöruúttektir í  verslunum BYKO.
-Ekki er hægt að greiða upp eldri viðskiptaskuldir hjá BYKO með framkvæmdaláni.
-BYKO áskilur sér rétt að stöðva frekari úttektir ef lántaki lendir á vanskilaskrá á úttektartímabilinu.
-BYKO áskilur sér rétt að lækka úttektarheimild og lánsfjárhæð ef lánshæfismat lántaka lækkar umtalsvert á úttektartímabilinu.
-Fyrsti gjalddagi framkvæmdaláns er 20. næsta mánaðar eftir að úttektartímabili lýkur og eindagi er 12 dögum síðar.
-Afborganir greiðast með greiðslukröfu í heimabanka.
-Lántökugjald leggst á lán við ákvörðun heimildar og staðfestingu viðskiptavinar.**


**Vextir og annar kostnaður er skv. verðskrá Pei

Valmynd