Sjálfbærniskýrsla 2020

Ávarp forstjóra

Við hjá BYKO gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð þegar horft er til byggingariðnaðarins. Byggingariðnaðurinn er einn af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar, horfa má til að í kringum 8% af landsframleiðslu komi frá þeirri atvinnugrein. Fjöldi starfa er í kringum greinina eða að jafnaði 15.000 manns. Aftur á móti þegar horft er til umhverfisáhrifa er byggingariðnaðurinn hvað einn mest mengandi iðnaður á heimsvísu. Byggingariðnaði fylgir mikil auðlindanotkun, losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs. Tölur sýna að rekja megi um helming auðlindanýtingar í Evrópu og allt að 40% losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu til iðnaðarins. Ísland ásamt flestum ríkjum heims hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að sjálfbærri þróun.

Ein af stóru áskorunum samtímans þegar kemur að umhverfisáhrifum liggja í þessum iðnaði. Starf BYKO snýr einmitt að þessum þáttum og viljum við verða leiðandi afl þegar kemur að vistvænum áherslum í byggingariðnaði. Hvatarnir fyrir vistvænum byggingum er margir. Í fyrsta lagi viljum við ekki skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Í öðru lagi er um að ræða fjárhagslegan og þá um leið arðbæran hvata að byggja vistvænni byggingar. Tölur hafa sýnt að byggingar sem uppfylla umhverfisvottun eru verðmætari, hafa betri ímynd og draga til sín lægri rekstrarkostnað á líftímanum. Í þriðja lagi er heilsufarslegur hvati en minni notkun skaðlegra og heilsuspillandi efna í byggingarvörum sem stuðlar að heilnæmu umhverfi. 

Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO

BYKO lítur svo á að ábyrgð fyrirtækisins sé tvöföld. Hún snýr að eigin rekstri og þá valkosti sem BYKO býður viðskiptavinum sem standa í byggingarframkvæmdum. BYKO hefur valið sér þau heimsmarkmið sem samræmast hlutverki, kjarnastarfsemi og þeirra ábyrgðar sem fyrirtækið telur sig þurfa að standa við og þá um leið getur haft áhrif á. Markmiðin sem BYKO hefur valið sér eru Jafnrétti kynjanna, Góð atvinna og hagvöxtur, Nýsköpun og uppbygging, Ábyrg neysla og framleiðsla og Samvinna um markmiðin.

Vel skilgreint hlutverk fyrirtækja til umhverfismála og samfélagslegra ábyrgðar verða grundvallaþættir sem fyrirtæki í rauntíma og til framtíðar þurfa að setja kastljósið á, til að vera samkeppnishæft. Umhverfisvandamál eru vandamál okkar allra, þau stafa af umsvifum mannlegs samfélags og það eru einungis við sem einstaklingar og samfélag sem getum leyst vandamálin. BYKO gerir sér grein fyrir sínu hlutverki og ábyrgð sem stærsta birgja byggingarefnis á Íslandi og veit til hvaða aðgerða þarf að grípa til að ná árangri.

BYKO gefur út sjálfbærniskýrslu í samræmi við meginatriði (core) í viðmiðum Global Reporting Inititative (GRI) í annað sinn. Það er von okkar að skýrslan veiti öðrum innblástur en ekki síður að lesendur hafi samband og komi með tillögur um það hvernig við getum bætt okkur enn meira. Saman náum við árangri og slagorðið okkar á vel við í þessum efnum, „Gerum þetta saman.“

 

Efst á síðu
Næsti kafli - Um BYKO

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.