Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Sláðu inn kennitölu

Plötusögun og smærri timburvinnsla

Allar pantanir þurfa að fara í gegnum sölumenn Timburverslunar. Ekki er tekið við pöntunum af starfsmönnum í vinnslusal. Aðeins er unnið úr efni sem keypt er í BYKO. Pantanir eru unnar í þeirri röð sem þær berast.

Verkstæði BYKO fyrir plötusögun

Plötusögun

Á verkstæði okkar er stór tölvustýrð plötusög þar sem þú getur pantað sögun á spónaplötum, límtré, MDF, krossviðsplötum og hilluefni. Sögin er mjög nákvæm og slegin eru inn mál í millimetrum. Sölumenn Timburverslunar taka niður pantanir og reikna út bestu nýtingu platna með þar til gerðu tölvuforriti.

BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR

BYKO býður gott úrval af borðplötum og sólbekkjum og hægt er að fá alla nauðsynlega vinnslu framkvæmda á verkstæðinu. Starfsmenn okkar bæði saga plötur í réttar lengdir ásamt því að endalíma eftir þörfum og óskum viðskiptavina. Valið er hvort borðplötuhorn eru samsett með 45° sögun eða plötur felldar saman beint. Hægt er að þynna sólbekki og fræsa í þá tappa af réttri stærð svo þeir falli í raufar á gluggum.

Planki sagaður á verkstæði
Valmynd