BYKO býður breitt úrval af þakefni og þakpappa, bæði frá innlendum og erlendum framleiðendum.
BYKO selur þakstál frá Límtré-Vírnet sem er íslenskt iðnfyrirtæki með áratuga starfsreynslu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Borgarnesi, þar sem framleitt er valsað stál og ál til klæðninga utanhúss og innanhúss. Límtré-Vírnet framleiðir alla fylgihluti með stálinu s.s. flasningar, skotrennur og kili. Hægt er að sérpanta aukahluti eða kaupa staðlaða framleiðslu.
Bárustál er selt í þeim lengdum sem viðskiptavinir kjósa og hægt er að velja milli þess að fá stálið aluzinkhúðað, galvaníserað eða litað.
Sölumenn BYKO veita þér faglega ráðgjöf um efnisval og útfærslur.
Þakskífukerfi frá sænska framleiðandanum ArcellorMittal er byggt á stálskífum með klassíska lögun stallaðs stáls og hentar á flestar gerðir af þökum. Að öllu jöfnu er notast við staðlaðar stærðir og þær látnar skarast eftir þörfum. Stallaða stálið er hægt að klæða ofan á ýmiss konar undirlag sem finnst á hefðbundnum þökum.
Decra þakskífur frá Icopal er sterkasta þakskífuefni sem Danir bjóða upp á. Skífurnar eru úr stáli og aluzinkhúðaðar en auk þess eru þær ýmist húðaðar með keramiklituðum steinsalla eða innbrenndu höggþolnu duftlakki. Framleiðsluaðferðin tryggir langa endingu og sérlega góða litheldni.
Decra þakskífurnar eru sterkar og endingargóðar en engu að síður mjög léttar. Þess vegna er oft hægt að leggja þær beint ofan á fyrirliggjandi eldra þakefni. Þannig má spara sér mikla vinnu sem ella færi í að fjarlægja þakklæðninguna sem fyrir er.
Decra þakskífurnar eru mjög hljóðeinangrandi. Decra Elegance skífurnar eru með sérstaka hljóðeinangrun sem framleidd er undir einkaleyfi.
Quadro er þakjárn sem gefur útliti hússins stílhreint og fallegt yfirbragð. Járnið er í boði í tveimur litum, svörtu og grafít. Það er auðvelt og fljótlegt að leggja þakið og hægt að nota bæði á nýbyggingar og við endurnýjun á þaki. Quadro er framleitt úr léttu og sterku hágæða stáli sem hefur langan líftíma og stenst erfiðar veðurkröfur. Það er framleitt á sama hátt og Decra þakið.
BYKO selur þakpappa frá Icopal sem er stærsti þakpappaframleiðandi í Evrópu með áratuga reynslu á Íslandi.
Icopal hefur allar lausnir fyrir allar gerðir þaka hvort heldur þau eru flöt eða hallandi.
Vöruúrvalið frá Icopal nær yfir allt sem þú þarft er snertir þakpappa og fylgihluti. Hægt er að fá hefðbundinn pappa undir þakjárn sem og bræðslupappa í miklu úrvali.
Hjá BYKO eru sérfræðingar í þjónustu á Icopal þakpappa. Þú færð heildarlausn í Timburverslun BYKO hvort sem um er að ræða nýbyggingu eða viðhald eldri húsa.
Plastþakrennurnar frá Icopal hafa fyrir löngu sannað sig við íslenskar aðstæður. Þær eru mjög vandaðar og sterkar. Uppsetning á rennunum er mjög einföld og þægileg. Engin þörf er á lími eða kítti á samskeytum. Á lager eru þrír litir: hvítur, ljósgrár og dökkgrár. Plastrennurnar eru 4 tommu breiðar (100 mm) og rörin eru 3 tommur í þvermál (75 mm).
Litaðar Lindab rennur frá Límtré-Vírnet eru heitgalvaníseraðar og húðaðar með polyesterhúð sem tryggir styrk og langa endingu. Mikið úrval fylgihluta er í boði sem tryggir fljótlega og auðvelda uppsetningu. Þakrennur eru í 4 metra lengjum og fást 100 mm breidd. Niðurfallsrörin eru 75 mm í 3 metra lengjum. Í boði eru 6 litir, þ.e. hvítur, svartur, rauður, brúnn, járngrár og silver metallic.
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394