Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Sláðu inn kennitölu

Timbureiningar

Timbureiningar frá BYKO eru smíðaðar úr vönduðu burðartré eða samlímdu efni, . Forsmíðaðar einingar frá BYKO eru hannaðar til að mæta fjölbreyttum kröfum verkkaupa og eru notaðar jafnt innan- sem utanhúss. Timbureiningarnar geta þjónað hlutverki burðarvirkis eða léttari veggir í byggingum. 

Hver eining er byggð upp á timburramma sem er hannaður til að veita nauðsynlegan burðarstyrk og uppbygging þeirra fer eftir tilgangi og kröfum verkefnisins. Forsmíðaðar einingar eru fáanlegar á mismunandi stigum, allt frá einföldum timburgrindum til fullbúinna eininga með krossvið, dúk, lagnagrind, rafmagnslögnum ofl. – allt eftir þörfum og óskum verkkaupa. 

Hafa samband

Timbureiningarhús í vinnslu
Timbureiningarhús fullklárað
Timbureiningarhús

Hvers vegna forsmíðaðar timbureiningar?

Með því að nota forsmíðaðar timbureiningar bjóðast fjölmargir kostir:

- Styttri byggingartími: Framkvæmdir ganga hraðar fyrir sig þar sem einingar koma fullbúnar með einangrun, vind- og rakvörn + lektum, rafmagnsleiðum ofl.
- Gæðaeftirlit: Einingar eru framleiddar við bestu aðstæður og undur ströngum gæðaeftirlitsferlum, sem tryggir hámarksgæði og endingu
- Minni úrgangur: Skilvirk framleiðsla dregur úr sóun efna.
- Sjálfbærni og umhverfisáhrif: Timbur er endurnýjanlegt efni og hentar vel í vistvænar byggingar.
- Skilvirkni: Einföld uppsetning sparar tíma og kostnað.
- Sveigjanleiki í hönnun: Timbureiningar bjóða upp á fjölbreytta möguleika í hönnun og aðlögun að þörfum verkefnisins og óskum verkkaupa
- Létt og auðvelt í vinnslu: Timbur er létt efni og auðvelt að vinna með á byggingarstað.
- Styrkur og ending: Vottað efni í  einingar veita styrk og langa endingu mannvirkja. 
- Kostnaðarhagkvæmni:
Hámörkun verðmæta og skilvirkni í byggingarferlinu.

Aðferðin við forsmíði timbureininga flýtir ekki aðeins fyrir framkvæmdum heldur tryggir einnig aukin gæði og kostnaðarhagkvæmni. Þessi aðferð við húsbygginga er aldargömul og byggir á áratugahefð hjá BYKO.

Timbureiningar í notkun

Dæmi um deili

Valmynd