Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Stálgluggar og hurðir

BYKO býður upp á stálhurðir og glugga með og án eldvarnarkröfu. Stálgluggar og hurðir eru álitlegur kostur og líta mjög vel út. Því er stálið góður kostur þegar tekið er tillit til kostnaðar þegar um eldvarnakröfu er að ræða.

Stálgluggar í Hörpu frá BYKO

Gluggar og hurðir

Stálgluggarnir og hurðirnar sem BYKO býður upp á eru frá Doordec í Eistlandi. Þetta er hágæðavara sem sérsmíðuð er eftir málum. Starfsmenn BYKO veita ráðgjöf og upplýsingar vegna hönnunar og útfærslu sem henta hverjum og einum. Stálhurðirnar og gluggarnir eru vottaðir og uppfylla allar kröfur byggingareglugerðar.

Stálgluggar og hurðir frá BYKO eru meðal annars í Hörpu tónlistarhúsi, höfuðstöðvum Alvogen og Fosshóteli Höfðatorgi. Margar glergerðir eru í boði, t.d. einangrunargler, eldvarnargler, öryggisgler og fleiri.

Glerjuð stálhurð frá BYKO

Tækniblað fyrir duftlökkun

Tootekaart Tu07

Valmynd