FALLEGIR LITIR Í SVEFNHERBERGIÐ


Jóhanna Heiður, litaráðgjafi BYKO, valdi nokkra liti af þeim litakortum sem við höfum unnið með að undanförnu og henta einkar vel í svefnherbergi. Litirnir spanna í raun allan skalann, frá ljósum litum yfir í dekkri, sem eiga það þó allir sameiginlegt að búa til notalega og kyrrláta stemningu í svefnherberginu.


Athugið að litir geta verið mismunandi eftir skjám og myndir endurspegla raunverulega liti misvel. Endilega sæktu þér innblástur hér og komdu svo í heimsókn í málningardeildina okkar eða pantaðu þér litaprufu á vefnum.Kaffi með klökum


Kaffi með klökum er hinn fullkomni beige-litur. Hann er í raun mjög hentugur á alla veggi í svefnherberginu. Liturinn er mildur og ljós en með örlitlum rauðum undirtón sem kallar fram aukinn hlýleika. Hlutlaus litur sem fer vel með öllu.


Kaupa litaprufu →

Skoða litakort Elísabetar →
Marengstoppur


Marengstoppur er góður kostur fyrir stílhrein svefnherbergi þar sem athyglin á að beinast að öðru en veggjunum sjálfum. Passar vel sem hlutlaus bakgrunnur með svolítið kaldari blæ. Marengstoppur fer í raun vel með hverju sem er!


Kaupa litaprufu →

Skoða litakort Evu Laufeyjar →

Timeless


Hér er á ferðinni tímalaus litur eins og nafnið getur til kynna. Ef þú leitar að meðaldökkum og hlýjum grá-beige litatón þá er Timelss algjörlega fullkominn! Liturinn nýtur sín afskaplega vel í svefnherbergjum; hann tekur vel utan um mann og skapar notalega og kósí stemningu.

Brons 2


Brons 2 er hlýr, meðaldökkur og bronslitaður, eins og nafnið gefur til kynna. Slíkir litir eru mjög gott val fyrir svefnherbergi. Brúnir og rauðleitir litatónar framkalla hlýju, dempa birtu og endurvarpa mjúkum geislum sem fylla rýmið. Og hver þarf ekki svoleiðis?


Kaupa litaprufu →

Skoða litakort Andreu →

Jörð


Jörð er hlýr, dökkur litur sem fer einstaklega vel í svefnherbergi þegar skapa á umhverfi sem tekur vel utan um mann og kalla fram notalega „hellis-stemningu“ sem mörgum þykir eftirsóknarverð. Þetta er litur sem jarðtengir mann og endurvarpar róandi, brúnum og rauðum tónum.


Skoða fleiri litakort →
Tangó


Tangó er dökkur, djúsí og afskaplega hlýr brúnn litur með fjólubláum undirtón. Þessi fjólublái tónn gerir hann sérstaklega hentugan í svefnherbergi. Tangó er sjóðheitur litur eins og nafnið gefur til kynna - tekur vel utan um mann líkt og í seiðandi dansi. Með þessum lit nær maður fram notalegri stemningu líkt og í helli.


Skoða litakort Karenar →
Bliss


Bliss er meðaldökkur, muskulegur, hlýr grá-fjólublár litur sem hentar vel í svefnherbergi. Liturinn færi vel á öllu rýminu en einnig mætti para hann með ljósgráum og hlutlausari tónum. Fjólublár, sem er samblanda rauðra og blárra lita, er oft tengdur við velmegun og lúxus en hefur á sama tíma slakandi áhrif.

Presley


Presley er dökkblár litur sem setur svip sinn á svefnherbergið og hleður ákveðinni orku inn í rýmið. Bláir litatónar eru svalandi og mjög hentugir í svefnherbergi enda tekur liturinn vel utan um mann og skapar notalega stemningu.


Kaupa litaprufu →

KOMDU Í LITARÁÐGJÖF

Litaval setur tóninn í allri hönnun og leggur grunninn að fallegu rými. Jóhanna Heiður, litaráðgjafi BYKO, veitir faglega ráðgjöf við val á rétta litnum fyrir þitt rými.

Skoða nánar

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.