BYKO gerði í samstarfi við Elísabetu Gunnarsdóttur fallegt litakort fyrir heimilið. Elísabet er mikill fagurkeri, en hún er m.a. bloggari á Trendnet.is
Heildarhugmyndin kviknaði eftir fyrstu ferð að velja málningu á hús sem við festum nýlega kaup á. Við vildum hvítan lit með smá tón, það var alls ekki auðvelt verkefni og hófst þá leitin af þessum "fullkomna" hvíta lit. Pallettan er unnin út frá skjannahvítum glans og teygir sig í tvær áttir - brúna og gráa. Tveir basic litir með smá tón sem fólk getur hoppað á án þess að þurfa að skoða 100 mismunandi prufur.
Elísabet Gunnars, frumkvöðull og bloggari á trendnet.is
Athugið að litir birtast ekki alltaf réttir á skjá en þú getur séð málaðar prufur í verslunum BYKO eða gert þína eigin á vegg heima hjá þér
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394