Litaráðgjöf

Litaval setur tóninn í allri hönnun og leggur grunnin að fallegu rými. Jóhanna Heiður litaráðgjafi BYKO veitir faglega ráðgjöf við val á rétta litnum fyrir þitt rými.

Þinn litur er hjá okkur

Jóhanna Heiður Gestsdóttir innanhúshönnuður veitir viðskiptavinum litaráðgjöf í nýju og bættu sýningarrými málningardeildar BYKO Breidd. Í litaráðgjöfinni er unnið með raunverulegar litaprufur auk þess sem að breyta má birtuskilyrðum í sýningarrými sem er ný og ekki hvað síst nauðsynleg nálgun þegar velja á liti á rými.

Litaval er persónubundið og upplifun á litum ólík og mikilvægt að litaval miðist út frá óskum hvers og eins. 

Innifalið er
 
  • 30 mínútna viðtal við Jóhönnu sem fer fram í verslun BYKO Breidd 
  • Farið yfir þær hugmyndir sem viðskiptavinur er með um rýmið, kostur ef viðskiptavinur er með myndir af rýminu
     

Tímabókanir

Bókaðu tíma hér fyrir neðan, veldu þjónustuna Litaráðgjöf og þann tíma sem hentar þér:
Bætt upplifun í BYKO Breidd

Ný og stærri málningardeild 

Litaráðgjöf

Komdu í heimsókn til okkar í BYKO Breidd og við ráðleggjum þér með litaval. Gott er að koma með mynd af rýminu sem á að nota.

Litaskanni

Komdu með þinn lit (t.d. litur af uppáhalds hlut eða flík) og litaskanninn finnur litinn.

Góð ráð og innblástur

Hvernig stemningu viltu skapa í þínu rými? Á að velja ljósa liti eða dökka? Í hvaða átt snýr rýmið og hvað annað er þar inni?

Skoða góð ráð og fá innblástur

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.