Litakort Karenar

Það er einfalt að lífga upp á heimilið með nýjum lit

Karen Ósk MagnúsdóttirKaren Ósk Magnúsdóttir, innanhússráðgjafi, hefur búið til einstaklega fallegt og heildstætt litakort fyrir okkur. Það er innblásið af vorinu og getur hjálpað þér við val á litum heima.

Í ráðgjöf sinni leggur Karen áherslu á að litirnir og litaval endurspegli heimilið og þá sem þar búa. Hægt er að sjá meira á Instagramsíðu hennar, @karenoskam.

Vorlitir Karenar

Við val litanna sótti ég innblástur frá umhverfinu og gróðrinum sem vaknar á vorin. Einnig höfðu straumar og stefnur áhrif sem og geta litanna til að parast saman og mynda pallettur milli litaraða. Vorlitirnir eru fjölbreyttir og ættu allir að finna sinn rétta lit.

Frávik geta verið á milli lita á vef og á litakorti. Við mælum með að velja af litakorti í verslunum okkar.

Vorlitir Karenar í umhverfi

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.