Palla- og girðinga-ráðgjöf fyrir garðinn
Björn Jóhannsson landslagsarkitekt veitir viðskiptavinum BYKO víðtæka ráðgjöf vegna framkvæmda í garðinum. Ráðgjöfin er ætluð þeim sem stefna á framkvæmdir í garðinum eða við sumarbústaðinn.

Palla- og girðingaráðgjöf fyrir garðinn

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt veitir viðskiptavinum ráðgjöf vegna framkvæmda í garðinum. Tilgangur með ráðgjöfinni er að auðvelda fólki útfærslur með efni og vörur frá BYKO.

  • 30 mínútna ráðgjöf kostar 9.995 kr.
  • Sú upphæð nýtist sem inneign þegar keypt er pallaefni hjá okkur.


Viðskiptavinurinn fær útlitsmynd senda samdægurs eftir tímann og síðan málsettar teikningar ásamt þrívíðum sjónarhornum uþb viku síðar. 

Skráning: gardurinn@byko.is

 

Undirbúningur fyrir bókaðann tíma

Tíminn fer fram á Teams þar sem hönnuður deilir sínum skjá. Því er best að vera á borðtölvu, ekki síma.

Minnst 2 dögum fyrir bókaðann tíma þarf að senda eftirfarandi á landslagsarkitekt@byko.is:

  • Grunnmynd af húsi og lóð í kvarðanum 1:100 
  • Útlitsteikningu af húsinu
  • Afstöðumynd lóðar í kvarðanum 1:500 (er oft á sömu teikningu og grunnmyndin)
  • Ljósmyndir sem sýna lóð og hús, sérstaklega svæðið sem á að hanna.
  • Stuttan lista yfir helstu óskir (t.d. heitan pott, geymslu, grill, bekki, skjólgirðingar, gosbrunn o.s.frv.)

 

Fáðu innblástur

Teikningar í þrívídd

Hér má sjá dæmi um þrívíddarteikningar sem viðskiptavinir fá í hendur. Auk þess fá allir málsettar teikningar.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.