Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Grilluð grísarif með beikon-maple BBQ sósu

GRILLUÐ GRÍSARIF MEÐ BEIKON-MAPLE BBQ SÓSU

Það er eiginlega fátt sumarlegra en grilluð grísarif á ameríska vegu. Sumir eru hins vegar alltaf svolítið hræddir við þetta verkefni. En mögulega er það bara vegna þess réttu aðferðinni hefur ekki verið beitt áður.

Það sem gerir þessa uppskrift sérstaka er að rifin eru „brösuð“ (e. braised) áður en þau fara á grillið. Það tryggir fullkomna og einfalda eldun: Kjötið dettur af beinunum en er á sama tíma lungamjúkt og safaríkt. Þannig verður matseldin leikur einn.

Grísarif sem detta af beininu
Hráefnið

2 lengjur af „back baby“ rifjum

1 msk. flögusalt

½ tsk hvítlauksduft

2 msk púðursykur

850 ml. eplasafi

Best er að setja "rub" á rifin fyrst
BBQ sósan

8 sneiðar af beikoni, skorið í bita
6 hvítlauksrif
1 laukur, fínsaxaður
400 ml. tómatsósa
300 ml. eplamauk
140 ml. maple-síróp
70 ml. eplaedik
2 msk. Worchestershire sósa
1 tsk. Dijon sinnep
Salt eftir smekk

Sósan er látin malla í potti um stund
Aðferð

1. Byrjið á að rífa himnuna af rifjunum. Blandið saman hvítlauksdufti, salti og púðursykri í litla skál. Dreifið og nuddið blöndunni yfir kjötið á báðum hliðum. Leyfið kjötinu að hvíla á grind yfir smjörpappír í a.m.k. 30 mínútur.

2. Hitið ofninn í 160° c. Rifin fara í ofnskúffu með eplasafanum svo hann flæði upp á þau. Álpappír er settur yfir og honum lokað vel yfir skúffuna. Rifin eru bökuð í 2 tíma, en gætið þess að kíkja reglulega á þau og athuga hvort safinn sé nokkuð allur gufaður upp. Það má bæta vatni í skúffuna svo kjötið þorni ekki.

Sykri, salti og kryddi nuddað í kjötið
Sósan undirbúin

3. Á meðan rifin eru í ofninum er gott að undirbúa sósuna. Beikonið er steikt í potti og tekið upp úr þegar það er klárt; laukur og hvítlaukur eru síðan steiktir upp úr afgangs fitunni. Gætið þess að setja hvítlaukinn saman við rétt í lokinn svo hann brenni ekki.

4. Tómatsósa, eplamauk, beikon, síróp, edik, Worchestershire og sinnep er sett út í pottinn og látið malla í ca. 15 mínútur eða þar til rétt áferð er komin á BBQ sósuna.

Hér eru rifin komin á grillið
Rifin sett á grillið

5. Þegar rifin hafa verið í ofninum í tvo klukkutíma eru þau tekin varlega út og leyft að kólna um stund á grind. 

6. Þá er kominn tími til að kveikja á grillinu! Best að byrja á að grilla rifin á „kjöthliðinni“ og pensla hina með BBQ sósu. Þeim er svo snúið við, efri hliðin er þá líka pensluð með sósu. Látið brúnast um stund og snúið rifjunum aftur við. Þetta er endurtekið 2-3 sinnum eða þar til þykkur og karmelliseraður gljái hefur myndast á kjötinu. 

7. Berið fram með restinni af BBQ sósunni og uppáhalds grænmetinu ykkar, t.d. ferskum maís, hrásalati eða kartöflum.

Kjötið er penslað með BBQ sósunni á grillinu
Napoleon grill

Napoleon hefur um áratugaskeið framleitt hágæða grill sem hafa sannað sig með einstaklega löngum líftíma og ótal skemmtilegum eiginleikum þegar kemur að notkun þeirra. Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1976 en þá sem framleiðandi á stáli. Því er ekki að undra að mikil áhersla sé lögð á fyrsta flokks efni við smíði þeirra. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allt frá stofnun og einkennist allt starfið enn af ástríðu og metnaði.

Skoða nánar

Maður stendur við Napoleon grill
Valmynd