Viðhald á viðarhúsgögnum
Það er gaman að koma saman í garðinum í góðu veðri. Þá er skemmtilegra ef húsgögnin eru í góðu ástandi. Viðarhúsgögnin í garðinum eru oft úti allan ársins hring og því er mikilvægt að hugsa vel um þau svo þau endist eins lengi og mögulegt er.

Leiðbeiningar fyrir viðhald á viðarhúsgögnum

Þegar viðhalda skal viðarhúsgögnum eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga og er mikilvægt að yfirfara þau verkfæri sem þarf í verkið. 

  • Gott er að setja undirbreiðslu undir viðarhúsgögnin til að vernda svæði fyrir óæskilegum efnum.
  • Við byrjum á að spreyja viðarhreinsi á allan viðarflötinn.  Athugið að mismunandi efni geta verið með mislanga virkni. Lesið því allar leiðbeiningar vel áður en efnin eru notuð.
  • Skrúbbum húsgögnin með stífum bursta og sköfum grámann í burtu.
  • Skolum af með vatni, ef háþrýstidæla er til staðar er fínt að notast við hana. 
  • Láta viðinn þorna vel.
  • Slípum létt yfir með sandpappír.
  • Setjum undirbreiðslu undir til að verja pallinn fyrir viðarolíunni.
  • Tökum viðarolíuna og berum hana á með pensli eða svampi
  • Þurrkum umframolíuna af borðinu með tusku eða bómullarklút.

Viðhald á garðhúsgögnum

Í þessu kennslumyndbandi fer Heiðar yfir góð ráð um hvernig hægt er að viðhalda garðhúsgögnunum. 

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.