Leita
Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Góð ráð

Pallur og garður

Viðhald á viðarhúsgögnum

Viðhald á viðarhúsgögnum

Það er gaman að koma saman í garðinum í góðu veðri. Þá er skemmtilegra ef húsgögnin eru í góðu ástandi. Viðarhúsgögnin í garðinum eru oft úti allan ársins hring og því er mikilvægt að hugsa vel um þau svo þau endist eins lengi og mögulegt er.

Viðhald á útihúsgögnum er mikilvægt til að viðhalda fegurð þeirra
Leiðbeiningar fyrir viðhald á viðarhúsgögnum

Gott er að setja undirbreiðslu undir viðarhúsgögnin til að vernda svæði fyrir óæskilegum efnum.

Við byrjum á að spreyja viðarhreinsi á allan viðarflötinn. Athugið að mismunandi efni geta verið með mislanga virkni. Lesið því allar leiðbeiningar vel áður en efnin eru notuð.

Skrúbbum húsgögnin með stífum bursta og sköfum grámann í burtu.

Skolum af með vatni, ef háþrýstidæla er til staðar er fínt að notast við hana.

Láta viðinn þorna vel.

Slípum létt yfir með sandpappír.

Setjum undirbreiðslu undir til að verja pallinn fyrir viðarolíunni.

Tökum viðarolíuna og berum hana á með pensli eða svampi

Þurrkum umframolíuna af borðinu með tusku eða bómullarklút.

Fallegur, ljós viðarpallur
Valmynd