Viðhald á gasgrilli
Til þess að gasgrillið endist sem lengst þarf að yfirfara það reglulega og halda því við. Hér förum við yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

Hvað þarf til að viðhalda gasgrilli?

 • Aftengja gaskút frá grillinu og ganga frá á öruggan stað.
 • Mikilvægt er að setja undirbreiðslu undir grillið til að taka á móti óhreinindum.
 • Könnum ástandið á brennaranum í grillinu. Ef hann reynist illa farinn eða skemmdur er lítið mál að athuga með nýjan í næstu verslun BYKO.
 • Skafa öll óhreinindi og lausa málningu af gasgrillinu með sköfu.
 • Spreyjum grillhreinsi á alla fleti grillsins til að leysa upp fitu og önnur óhreinindi.
 • Skrúbba vel yfir alla kanta grillsins með vírbursta eða grófum svampi til að ná sem mestum óhreinindum í burtu.
 • Skola af með vatni og láta grillið þorna.
 • Spreyjum viðarhreinsi á viðarborð grillsins og bursta svo yfir.
 • Strjúka létt yfir með sandpappír á viðarborð grillsins.
 • Mála með viðarolíu og þurrka af með tusku eða bómullarklút.
 • Gott er að slípa létt yfir flötinn sem á að úða - lakkaði hluti grillsins.
 • Breiða yfir ákveðna hluti grillins sem ekki á að spreyja og athuga vindátt.
 • Úða hitaþolnu lakki með úðabrúsa á lökkuðu fleti grillsins. 
 • Fjarlægja undirbreiðsluna af grillinu.

Viðhald á gasgrillum

Í þessu kennslumyndbandi mun Heiðar fara yfir góð ráð um hvernig skal viðhalda grillum.

Viðhald á gasgrillum

Komdu grillinu í stand fyrir sumarið

Gott er að yfirfara grillið reglulega og ekki síst eftir litla notkun eða þegar það hefur staðið í geymslu lengi.

Grillið í lag fyrir sumarið

Hreinsun og viðhald á grindum úr pottjárni

Pottjárn þolir háan hita og hentar vel í grill. Viðhald á járninu er gott að sinna reglulega með þrifum og bera á það góða fitu. 

Pottjárn

Hreinsun og viðhald á grindum úr ryðfríu stáli

Ryðfrítt stál er hentugt í grill og verða bara betri með tímanum.

Ryðfrítt stál

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.