Leita
Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Góð ráð

Pallur og garður

Sláum grasið

Sláum grasið

Fallegum garði er vel við haldið og sláttur er stór partur af þessu viðhaldi. Hér förum við yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við garðslátturinn.

Gras sem er kominn tími á að slæa
Hvað þarf fyrst að hafa í huga?

Áður en hafist er handa við grassláttinn er mikilvægt að yfirfara þau verkfæri sem þarf í verkið. Gott er að skipta um olíu á sláttuvélinni og brýna vel hnífana. Einnig er brýnt að fylla ekki eldsneyti á vélina á grasinu sjálfu.

Áður en byrjað er að slá er gott hreinsa burtu gamlar plöntuleifar, mosa, steina, rusl og aðra óæskilega hluti úr garðinum sem gætu skemmt sláttuvélarnar.

Í fyrsta garðslætti er grassvörðurinn afar viðkvæmur og því er ráðlagt að stilla sláttuvélina í hæstu stillingu.

Forðast skal að slá niður í rótarháls þar sem það skaðar grassvörðinn

Mælt er með að nota breytilegar sláttustefnur til að jafna álagið á grasfletinum.

Að slætti loknum er mikilvægt að raka saman heyinu sem eftir situr á fletinum. Ef grasið liggur of lengi þá getur það súrnað og skemmt flötinn.

Mikilvægt er að þrífa sláttuvélina strax til þess að hámarka endingu hennar.

Slátturorf nýtast vel til að slá hátt gras
Gangsetning garðsláttuvéla

Áður en garðsláttuvél er sett í gang í fyrsta skipti:

Setjið mótorolíu í viðeigandi hólf. Nota skal smávélaolíu SAE 15-30 sem fæst í öllum verslunum BYKO.

Fyllið bensíntankinn af 95 oktan bensíni sem fæst á næstu bensínstöð. Ávallt skal nota ílát sem ætlað er undir bensín, bensínbrúsar fást í verslunum BYKO.

Gangið úr skugga um að engin óhreinindi komist hvorki í bensíntank né olíutank.

Komið vélinni fyrir utandyra á þann grasblett sem á að slá.

Yfirfarið vélina og athugið hvort ekki sé allt eðlilegt, ef vélin er með grassafnara þarf að tryggja að hann sé nægilega festur.

Gætið þess að nægjanlegt bensín (95 okt) og mótorolía (SAE 15-30) sé á sláttuvélinni.

Ýtið svo þrisvar á túttuna (rauð/svört) á mótornum.

Því næst skal halda öryggishandfangi inni, ef vélin er með hraðastilli skal stilla hann á startstöðu, síðan skal kippa í startspottann og endurtaka þangað til vélin fer í gang.

Varist að sleppa startspottanum þegar togað er, fylgið honum eftir til baka í upphafsstöðu.

Ef vélin er með drif þá skal passa að halda ekki í það handfang á meðan sláttuvél er gangsett.

Ryobi sláttuvél
Gras sem er kominn tími á að slæa
Öryggi í umgengni við notkun garðsláttuvéla

Notið alltaf lokaða skó og síðbuxur þegar slegið er, æskilegt að skórnir séu með stáltá

Athugið alltaf sláttuflötinn áður en slegið er og fjarlægið alla aðskotahluti.

Alltaf skal loka bensíntanki örugglega.

Aldrei skal...

Nota garðsláttuvél þar sem einhverjir eru viðstaddir. Þetta á sérstaklega við um börn og gæludýr.

Stilla sláttuhæð á meðan sláttvélin í gangi, gerðu það áður en vélin er gangsett.

Setja bensín á sláttuvélina innandyra, farið með sláttuvélina út áður en það er gert. Stranglega er bannað að reykja þegar bensín er sett á vélina.

Fjarlægja lok af bensíntanki og setja bensín á sláttuvélina á meðan hún er í gangi eða þegar mótorinn er ennþá heitur.

Setja sláttuvél í gang þar sem kann að hafa hellst niður bensín, færa skal vélina á öruggan stað.

Lyfta eða halla garðsláttuvél í slætti

Slá í of miklum halla vegna slysahættu og hættu á að skemma mótor.

Hlaupa á meðan slætti stendur, alltaf skal ganga.

Fara með sláttuvél í gangi yfir t.d. malarborna stíga eða gangstéttar, drepið á vélinni áður en það er gert.

Nota garðsláttuvél ef öryggishlífar eru brotnar eða rifnar, grassafnari er skemmdur eða annað sem getur valdið hættu við sláttinn.

Neyta áfengis eða annarra vímugjafa fyrir eða á meðan slætti stendur.

Skv. Reglugerð Vinnueftirlitsins um vinnu barna og unglinga er óheimilt að ráða börn innan 16 ára aldurs til starfa sem fela í sér stjórnun á vélknúnum garðsláttuvélum, sbr. viðauka 1B (undanþága frá lista í viðauka 1A). Skv. viðauka 1C er þó heimilt að börn 15 ára og eldri sem vinna hjá fjölskyldufyrirtæki megi vinna með garðsláttuvélar. Varðandi meðferð garðsláttuvéla í vinnuskólum er bent á viðauka 5A og 5B.

Valmynd