Karen Ósk Magnúsdóttir, innanhússráðgjafi, hefur búið til einstaklega falleg og heildstæð litakort fyrir okkur sem getua hjálpað þér við val á litum heima.
Í ráðgjöf sinni leggur Karen áherslu á að litirnir og litaval endurspegli heimilið og þá sem þar búa. Hægt er að sjá meira á Instagramsíðu hennar, @karenoskam.
Frávik geta verið á milli lita á vef og á litakorti. Við mælum með að velja af litakorti í verslunum okkar.
Hvort sem þú færð hugmyndir frá nýjustu tískusveiflum eða lætur börnin ákveða litinn er mikilvægast að þú veljir þá liti sem þér líkar best við. Hvernig stemningu viltu skapa í rýminu? Kraftmikla liti í herbergi þar sem athafnasemi er mikil eða rólegri og svalari liti þar sem á að slappa af. Ljósir litir gera það að verkum að herbergið virðist stærra en dökkir litir leiðir til hins gagnstæða.
Gott er að hafa í huga hver stefna herbergisins er áður en þú velur liti. Herbergi sem snúa í norður fá aukna sól og hlýju með ljósum gulgrænum, gulum og rauðgulum litum. Í herbergi sem snúa í suður má velja svalari liti eins og blátt eða grænt sem veita herberginu meiri ferskleika.
Auk þess má hafa í huga hvað er þegar í herberginu. Múrsteypa, stál og margvíslegar viðartegundir gefa herberginu svipmót. Húsgögn geta líka sett sinn svip á herbergið og þá er gott að velja liti sem ekki eru að berjast um athyglina.
Áður en hafist er handa
Þegar þú málar
Minnislisti: Innimálun (loft og veggir innandyra)
Áhöld
Efni
Persónuhlífar
Minnislisti: Lakkvinna (t.d. gluggar, skápar, hurðir)
Áhöld
Efni
Persónuhlífar
Hvað er gljástig?
Matt eða glansandi?
Með glansandi málningu sjást ójöfnur greinilegar og undirlagið þarf meiri grunnvinnu, en að sama skapi er glansandi yfirborð slitsterkt og auðveldara að halda hreinu. Mött málning felur ójöfnur í undirlaginu og veitir glæsilegan og nútímalegan árangur. Óhreinindi og ryk eiga auðveldar með að setjast á matta málningu og það er þess vegna sem frekar er ráðlagt að nota glansandi málningu á eldhús og bað.
Hægt er að breyta tilfinningunni fyrir herberginu með ólíku gljástigi. Mattir veggir virðast vera lengra í burtu en glansandi virðast vera nær. Langur og þröngur gangur verður styttri ef notuð er glansandi málning á styttri vegginn og mött málning á lengri vegginn. Ef þú vilt hafa meira líf í herberginu getur þú málað einn vegg með öðru gljástigi í stað gagnstæðs litar. Þú nærð svipuðum áhrifum, aðeins með fínna birtingaformi.
Dæmi um mismunandi gljástig
Hvernig gljástig á að velja á rýmið?
Er hægt að mála steingólf?
Gólf í þvottahúsi - hvernig málningu er mælt með að nota?
Er hægt að mála flísar?
Málun eftir að veggfóður hefur verið fjarlægt?
Skiptir máli að hafa hvítan ramma eða lista upp við loft?
Hvernig málningu er best að nota á loft?
Íbúð undir súð - er mælt með að mála súðina í sama lit og veggina?
Baðherbergi: Þarf sérstaka málningu vegna raka?
Hvernig næ ég fram "Spa" stemningu inni á baðherbergi?
Ómeðhöndlaður viður: Þarf að grunna hann áður en hann er málaður?
Hvernig næ ég viðaráferðinni í gegnum málninguna?
Mála eldhúsinnréttingu - hvað þarf ég að gera?
Hurðirnar eru gamlar og lúnar. Get ég hresst upp á þær með lakki?
Ritstjórn Húsa & hýbýla völdu fallega liti í samstarfi við okkur. Litirnir fást í öllum verslunum BYKO auk þess sem hægt er að skoða litakort og fá ráðgjöf á staðnum.
Einnig mælum við með því að kíkja á litakortin og góðu ráðin hér neðar á síðunni.