Heimilið þitt - litirnir þínir
Litur setur sterkan svip á hvert rými fyrir sig og mikilvægt að velja liti og tegund málningar sem henta hverjum aðstæðum fyrir sig. Hvernig stemningu viltu skapa í þínu rými?

Það er einfalt að lífga upp á heimilið með nýjum lit

Karen Ósk MagnúsdóttirKaren Ósk Magnúsdóttir, innanhússráðgjafi, hefur búið til einstaklega falleg og heildstæð litakort fyrir okkur sem getua hjálpað þér við val á litum heima.

Í ráðgjöf sinni leggur Karen áherslu á að litirnir og litaval endurspegli heimilið og þá sem þar búa. Hægt er að sjá meira á Instagramsíðu hennar, @karenoskam.

SKOÐA LITAKORT

Frávik geta verið á milli lita á vef og á litakorti. Við mælum með að velja af litakorti í verslunum okkar.

Litakort

Nokkur góð ráð

Hvernig stemningu viltu skapa í rýminu?

Hvort sem þú færð hugmyndir frá nýjustu tískusveiflum eða lætur börnin ákveða litinn er mikilvægast að þú veljir þá liti sem þér líkar best við. Hvernig stemningu viltu skapa í rýminu? Kraftmikla liti í herbergi þar sem athafnasemi er mikil eða rólegri og svalari liti þar sem á að slappa af. Ljósir litir gera það að verkum að herbergið virðist stærra en dökkir litir leiðir til hins gagnstæða. 

Í hvaða átt snýr rýmið?

Gott er að hafa í huga hver stefna herbergisins er áður en þú velur liti. Herbergi sem snúa í norður fá aukna sól og hlýju með ljósum gulgrænum, gulum og rauðgulum litum. Í herbergi sem snúa í suður má velja svalari liti eins og blátt eða grænt sem veita herberginu meiri ferskleika.

Hvað annað er í rýminu?

Auk þess má hafa í huga hvað er þegar í herberginu. Múrsteypa, stál og margvíslegar viðartegundir gefa herberginu svipmót. Húsgögn geta líka sett sinn svip á herbergið og þá er gott að velja liti sem ekki eru að berjast um athyglina. 

Góðir punktar frá litabarnum

Gljástig

Spurt og svarað

Litainnblástur

Ritstjórn Húsa & hýbýla völdu fallega liti í samstarfi við okkur. Litirnir fást í öllum verslunum BYKO auk þess sem hægt er að skoða litakort og fá ráðgjöf á staðnum.

Einnig mælum við með því að kíkja á litakortin og góðu ráðin hér neðar á síðunni.

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.