Framkvæmdaráðgjöf

Gísli veitir alhliða ráðgjöf til einstaklinga varðandi allt sem þarf að hafa í huga í framkvæmdum, t.d. hvort ný eldhúsinnrétting kalli á frekari breytingar, hvort fá þurfi smið, pípara, rafvirkja eða annan fagmann, hversu langan tíma framkvæmdin gæti tekið eða hver mögulegur kostnaður gæti orðið?

Dreymir þig um að fara í framkvæmdir?

Við vitum að framkvæmdir geta virst óyfirstíganlegar í fyrstu og erfitt að vita í hvorn fótinn á að stíga þegar kemur að þeim heima við eða í bústaðnum. Hvort sem það er að taka baðið í gegn, skipta um eldhúsinnréttingu, setja upp fataskápa, byggja við húsið eða jafnvel byggja nýtt hús frá grunni. 

Í samstarfi við Gísla Álfgeirsson hjá Heildstæðri Hönnun getum við verið þér innan handa frá upphafi framkvæmda og auðveldað þér þannig lífið.

Gísli veitir alhliða ráðgjöf til einstaklinga varðandi allt sem þarf að hafa í huga í framkvæmdum, t.d. hvort ný eldhúsinnrétting kalli á frekari breytingar, hvort fá þurfi smið, pípara, rafvirkja eða annan fagmann, hversu langan tíma framkvæmdin gæti tekið eða hver mögulegur kostnaður gæti orðið?

Heildstæð Hönnun er framsækið hönnunar- og ráðgjafafyrirtæki sem hefur úr að ráða arkitekta og hönnuði til hverslags bygginga.

Engin verk of stór eða lítil

Tími hjá Gísla kostar 9.995 kr og upphæðin nýtist sem inneign þegar keyptar eru vörur til framkvæmda í BYKO.

Innifalið er
  • 30 mínútna viðtal við Gísla hvort sem er í verslun Breidd eða í fjarfundi í gegnum Teams

Gísli Álfgeirsson

Tímabókanir

Bókaðu tíma hér fyrir neðan, veldu þjónustuna Framkvæmdaráðgjöf og þann tíma sem hentar þér:

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.