Svansvottaðar og leyfilegar vörur

Fannstu ekki vöruna sem þig vantar?

Hafðu samband við sölumenn sem aðstoða þig við að finna lausnir og sérpanta þær vörur sem þig vantar
Smelltu hér

;

Vörur undanþegnar viðmiðum Svansins

Í svansvottuðum húsum er ekki þörf á að fá vissar tegundir byggingarvara samþykktar. Stafar það aðallega af því að þær vörur eru notaðar í mjög litlu magni eða umhverfisáhrif þeirra eru takmörkuð í heildarmyndinni. Þessum byggingavörum má skipta í tvennt, smáatriðalista og aðrar byggingavörur.

Smáatriðalisti

 • Díflur, skrúfur, naglar, múrboltar, festingar, smellur, lásar, lamir, vinklar og sambærilegt er undanþegið reglum Svansins.
 • Minni þéttilistar eins og inn í glugga og hurðir fellur undir smáatriðalistann en ekki þensluborðar og einangrunarlistar.
 • Klamsakónar, millilegg, loftadósir, innstungur, vippur og sambærilegt.
 • Bletta- og ryðvarnarmálning.
 • Töfluefni í rafmagnstöflur, rör, spennar og mælar.
 • Lagnaefni í lagnagrind, gólfhitakista, varmaskiptar, mælar og sambærilegt.

Aðrar byggingavörur

 • Kambstál
 • Hreinlætistæki (salerni, baðkar og vaskur)
 • Lagnir sem tengjast veitukerfum
 • Mótaolía
 • Blikk eða álleiðarar fyrir leiðara
 • Stálstoðir og trappisur fyrir gifsveggi/-loft
 • Ljósastæði og ljósabúnaður (ljósakrónur)
 • Neysluvagnslagnir (þó ekki PVC)

Vörur sem ekki eru byggðar inn í húsið eða verða hluti þess þurfa ekki samþykki. Það þýðir að ekki þarf samþykki fyrir verkfærum, penslum, hreinsiefnum eða sambærilegu sem ekki er byggt inn í húsið. 

;

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.