Leita
Innskráning
Sláðu inn símanúmer

Þjónusta

Velferðargólf fyrir gripahús

Velferðargólf fyrir gripahús

Í samstarfi við Dobroagro í Póllandi býður BYKO mikið úrval af gúmmímottum fyrir gripahús. Motturnar eru framleiddar samkvæmt ISO-TS, 9001 og 14001 Evrópustöðlum og hafa verið í stöðugri þróun og framleiðslu í 25 ár.

Hefðbundin dýna í fjósi
Básamottur DB 1.6

Básamotturnar frá Dobroagro er mögulegt að fá í allt að 32m rúllum eða skornar í þær stærðir sem óskað er. Heildarþykkt er 32mm og breiddin er 180 sm sem hentar vel fyrir íslenska staðla.

Rúlla af DB 1.6 mottu
Tilskorin DB 1.6 motta
Mottur á steinbita DB-S

Bitamotturnar eru sérskornar fyrir hvert verkefni fyrir sig. Með nákvæmum leiser skurði er tekið úr mottumum fyrir rifum í steinbitunum. Upplýsingar sem þarf til þess að sérhanna motturnar eru nákvæmar teikningar af bitunum ásamt málsettum teikningum af þeim fleti sem leggja á motturnar á. Þykkt 24mm.

Sérskornar mottur fyrir steinbita
Þvermynd af festingum fyrir bitamottur
Gólfmottur DB 2.1, 2.4 og 2.5

Við bjóðum upp á að sérsníða gólfmottur fyrir þitt rými. Þú sendir okkur málin af rýminu og við sjáum um að nákvæmlega sé sniðið á það rými. Engir aukabútar af gúmmíi fara til spillis. Samskeyti mottana eru með lásum sem gerir það að verkum að gólfrýmið virkar sem ein heild án samkeyta.

Mögulegt er að fá gólfmottur í tveimur yfirborðs útfærslum og tveimur þykktum; 24mm og 18mm.

Motturnar henta fyrir hesthús, í kringum mjaltaþjóna og á þeim stöðum sem mikið er gengið um.

DB 2.1, 2.4 og 2.5 fyrir gripahús
Yfir og undir á mottu fyrir gripahús
Valmynd