Innréttingar fyrir kýr og nautgripi

BYKO býður innréttingar á lager fyrir kýr og nautgripi í samstarfi við DSD Stalinrichting B.V í Hollandi. Smelltu hér til að skoða vöruúrvalið.

Fjósinnréttingar frá DSD hafa verið notaðar, með góðri reynslu, í íslensk fjós um langt árabil.

Frá árinu 1979 hefur DSD Stalinrichting hannað og framleitt gæða fjósinnréttingar fyrir bændur í evrópu og frá aldamótum hafa margir íslenskir bændur valið þessar innréttingar í sín fjós.

Innréttingarnar eru framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti í bænum Dokkum í hjarta mjólkurframleiðslu í Hollandi. Framleitt samkvæmt evrópustöðlum.

Fyrir nánari upplýsingar um fjósainnréttingar sendu okkur fyrirspurnir á bondi@byko.is eða smelltu hér til að skoða vöruúrvalið.

Básamilligerði

BYKO býður básamilligerði frá DSD sem eru hönnuð og framleidd fyrir íslenska kúastofninn.  

Básamilligerðin koma í ýmsum útfærslum fyrir gripi frá 8 mánaða aldri upp í fullorðnar kýr.

Básadýnur

Hefðbundnar básadýnur

Básadýnurnar frá DSD eru 50mm þykkar, gerðar úr sterku Poly-Latex efni sem heldur formi sínu við mikla notkun. Yfirlag dýnanna er auðþrífanlegt, endingargott og mjúkt 10mm þykkt gúmmí með tvöfaldri styrkingu til að tryggja endingu.

Íslenskar kýr hafa legið á básadýnum frá DSD um margra ára bil.

Vatnsdýnur fyrir bása með 15 ára framleiðsluábyrgð

Aquastar vatnsdýnur eru að heildar þykkt um 70mm. Dýnurnar hafa verið prófaðar og eru viðurkendar af DLG (Deutsche Landwirtschafts-Gesellschaft).

Helstu kostir:

  • Tvöföld styrking á yfirborði
  • Dýnurnar festast við gólf að aftan svo óhreiningdi safnast ekki undir dýnurnar
  • Hágæða gúmmí sem heldur lögun sinni þrátt fyrir mikla notkun
  • Betra afrensli vökva af dýnunum
  • Sérstakt mynstur á yfirdýnu kemur í veg fyrir að griðirnir renni til

 

Básamottur

BYKO býður einnig hefðbundnar básamottur ásamt velferðarmottum á steinbita og á göngusvæði.

Átgrindur

DSD býður upp á úrval af átgrindum fyrir alla aldurshópa.

Læsigrindurnar eru með einföldum en sterkum læsibúnaði sem auðvelt er að vinna með. Engar hvassar brúnir sem eyrnamerki geta fest í. Stór opnun gefur gripunum gott svigrúm til að hreifa hausinn við fóðrun.

Skágrindur eru hefðbundnar og eru þær til í mörgum stærðum og gerðum fyrir ungviði jafnt sem fullorðna gripi.

Gotneskar grindur eru til í mörgum lengdum og stærðum fyrir allar stærðir gripa.

Milligrindur og hlið

DSD býður upp á úrval af milligrindum og hliðlausnum til að auðvelda gönguleiðir í gegnum fjósið.

Einnig er möguleiki á sérsmíði á grindum eftir málum.

Brynningakerfi

DSD framleiðir eigin vatnstrog sem smíðuð eru úr ryðfríu stáli.

Hygi vatnstogin koma í stærðum:

  • 30 lítra trog, lengd 50 cm
  • 85 lítra trog, lengd 100 cm
  • 150 lítra trog, lengd 180 cm
  • 175 lítra trog, lengd 230 cm
  • 280 lítra trog, lengd 400 cm

 

Sérhannaðir drentappar í trogunum auðveldar losun og þrif án þess að þurfa að dýfa hendinni í vatnið.

  

Vefkökur

Velkomin í vefverslun Byko. Þessi síða notar vafrakökur (e. Cookies). Það er til þess að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að halda áfram notkun síðunnar, samþykkir þú notkun vafrakaka.