BYKO hefur komið að mörgum stærstu álgluggaverkefnum sem ráðist hefur verið í hér á landi síðustu ár. Stór jafnt sem smá, því hvert sem verkefnið er þá ætlum við að gera þetta saman. Meðal verkefna sem BYKO hefur komið að má nefna Bláa Lónið, Leifsstöð, Smáralind, Kirkjusand D, nýja viðbyggingu Norðurorku og Skógarböðin á Húsavík svo fáein dæmi séu nefnd. Þar á meðal er glæsileg bygging við Dalveg 30, en þar er að finna einn glæsilegasta þakglugga landsins.
Þann 5. júlí 2022 var undirritaður samningur á milli BYKO og Eykt ehf um kaup á öllum gluggum í verkefnið Dalvegur 30 og hófst ísetning glugga rétt fyrir jól 2022.
Húsið er 10.500m², 5 hæða skrifstofubygging með bílakjallara og verslunum á jarðhæð. Samtals fóru 441 stk timbur-ál gluggar og 530m² af álgluggum í húsið sem hýsir meðal annars alla starfsemi Delotte og Reiknistofu Bankana. Þar er einnig einn glæsilegasti þakgluggi landsins, sem staðsettur er yfir glæsilegum garði fyrir miðju hússins. Glugginn er að sjálfsögðu úr BYKO.
Dalvegur 30 er strax farið að setja svip sinn á Kópavog, en þessi glæsilega bygging ætti ekki að fara framhjá neinum. Framkvæmdum lauk haustið 2023 og húsið skartar yfir 400 ál-timburgluggum, 530m2 af álgluggum, ásamt gipsi, timbri og krossvið úr BYKO.
Það er hægt að velja á milli allskonar lausna þegar kemur að gluggum og hurðum. Það er bara spurning hvað hentar þér best?
Skemmuvegi 2a
200 Kópavogur
Kt. 460169-3219
Vsk.nr. 03394