Frábær vinnulyfta fyrir alls konar viðhaldsvinnu, hentar sérstaklega vel við vinnu í loftum þar sem lofthæð er að hámarki 5m. Getur hentað við að mála, leggja rafmagn, klæða loft o.s.frv. Hægt er að kaupa með henni plötulyftu sem fest er á hana og það gerir mjög auðvelt fyrir einn að klæða loft. Hún er rétt rúmlega 500 kg og því auðvelt að flytja hana á milli staða. Hátt er undir hana og því getur hún farið yfir þröskulda og aðrar sambærilegar ójöfnur.