1857203001;185720305;4035854047129
Unifix S3 flísalím
UNIFIX–S3 er notað sem flísalím fyrir flísar með lítilli vatnsuppdrægni ≤ 0.5%, svo sem keramik- , mósaík og steinflísar. Vegna mikils sveiganleika þá er límið einnig nothæft á nýlega steypu og gólfílagnir (yngri en 3ja daga) þegar hætta er á þan- og samdráttarheyf-ingu. Af sömu ástæðu hentar það vel undir stórar flísar. UNIFIX-S3 er einkum notað á lárétta fleti og hentar afar vel á svalir, verandir, í sundlaugum og á upphituð gólf. Vegna góðrar öndunar þá hleypir límið vel út raka, jafnvel úr nokkra daga gömlum ílögnum. Engin þörf á upphitun gólfflatar áður en leggja á keramikflísar. Ef um flísar úr náttúrustein er að ræða þá þarf að huga vel að fyrirmælum framleiðanda um meðferð þeirra, bæði hvað varðar litbreytingar og verpingu. Eftir gerð flísa og einnig eftir því hvar á að leggja þær, þá væri valkostur að nota CRISTALLIT flísalím eða UNIFIX-S3-FAST á svölum og veröndum. UNIFIX–S3 er hluti af kerfi til öruggrar vatnsþéttingar á (inndregnum) svölum og þá notað með AQUAFIN-2K/M eða AQUAFIN-RS300.