Spónaplata standard 16mm
Spónaplata standard. Þykkt: 16mm
Kemur í mismunandi stærðum: 1200x2520, 1200x2750, 1198x2500, 1250x2500, 2070x2650, 1840x2520. Plötur eru seldar í stykkjatali.
Spónaplötur eru oftast um 90% tréspæni og 10% bindiefni. Spónninn er flokkaður, þurrkaður og síðan blandaður lími. Eftir pressun við mikinn hita eru plöturnar pússaðar.
Spónaplötur breyta sér við rakasveiflur eins og aðrar trjávörur. Það er því til dæmis ekki mælt með því að nota spónaplötur undir flísalögn.