Innskráning
Sláðu inn símanúmer
Sláðu inn kennitölu
8711252474120

VNR. 41116416

Rakatæki 4,3L

Rétt rakastig á heimilinu er afar mikilvægt. Það kemur í veg fyrir þurra húð, varir og augu, ákveðin ofnæmisviðbrögð og er nauðsynlegt fyrir tilteknar plöntur og gælydýr. Auk þess hjálpar rétt rakastig við að viðhalda viðarhúsgögnum og gólfi.
Rakatækið býður upp á mismunandi stillingar á útða, tímastilli frá 1 til 12 klst, lyktarhólf fyrir ilmefni og er auðveldlega stjórnanlegur með fjarstýringu. Hægt er að stilla úðann í 5% skrefum, allt frá 45% til 90%. Í kjöraðstæðum ætti rakastig innandyra að vera á bilinu 40-60%, sérstaklega á veturna þar sem lofthitun getur gert lofið þurrara. Ef þú vilt bæta við ilm er hægt að setja 3 til 5 dropa af ilmolíu á svampinn í ilmhólfinu neðst í tækinu. Með 4,3L vatnstanki getur þú rakabætt lofið í rýminu í allt að 12 klukkustundir. Þegar vatnið í tankinum verður of lítið mun tækið gefa viðvörun og stöðvast sjálfkrafa eftir nokkrar sekúndur.

Þú getur stjórnað rakagjafanum í gegnum LED skjáinn eða með fjarstýringu. Tækið er með innbyggðri næturlýsingu, svefnstillingu þar sem hægt er að slökkva á skjánum og tímastilli. Það getur myndast smá raki undir tækinu sem er eðlileg afleiðing af virkni þess, svo best er að staðsetja rakatækið á yfirborði sem þolir raka.

stk

Uppselt:

Vöruhús

Valmynd