4021563724581
Lofthreinsitæki AirBreeze 360 UV
Kraftmikið lofthreinsitæki með skilvirka 3-in-1 síu sem samanstendur af forsíu, HEPA 13 síu og virkri carbon síu fyrir heilbrigt og gott inniloft. Hentar allt að 80fm herbergisstærð. Síar út fínt svifrik í flokki PM 2,5 sem og húsryk og fíngerð gæludýrahár. Dregur einnig úr styrk frjókorna og hlutleysir óþægilega lykt.
Fínt svifryk með allt að 2,5 míkron í þvermál felur í sér iðnaðarlosun sem getur borist djúpt í öndunarfærin.
Litaskjár veitir upplýsingar um stöðu PM 2,5. Upplýsingar um raka og hitastig eru einnig veittar. Þegar kveikt er á tækinu virkar það sjálfkrafa á einu af fjórum aflstigum eftir PM 2,5 stöðunni. Í sérlega hljóðlátri svefnstillingu er tækið aðeins í 20db og ljós í stjórnborðinu dempað. Tímastilling gerir kleift að slökkva á tækinu eftir ákveðinn tíma til að spara orku. Stílhrein og falleg hönnun.