Það er ekkert mál að bora fyrir þurrkarabarkanum eða útganginum frá háfnum í eldhúsinu. Með þessari vél er hægt að bora nánast hvað sem er í gegnum steinsteypu. Vélin verður þó að tengjast vatni svo hægt sé að bora með henni.
Kjarnaborinn er með 3200w mótor og 3-hraða gírkassa. Vélin getur borað allt að 350mm í steinsteypu. Sterkir íhlutir vélarinnar tryggja langan líftíma.