4005176230950
Grohe Minta Eldhústæki hátt
Fallegt einnar handar eldhústæki með hárri sveiflu. Kemur í krómi og matt svörtum lit. Það fæst einnig með stillanlegt sveiflusvið sem er hægt að stilla á 0°, 150° eða 360° sem gerir þér kleift að festa stútinn í ákveðna stöðu eða skipta auðveldlega á milli tveggja vaska. Hái stúturinn gefur möguleika á að fylla háa potta án vandræða.
Grohe SilkMove tækni gerir það að verkum að hægt er að stilla hita og vatnhitastig á þægilegan og auðveldan máta. Uppsetningarkerfið er notendavænt og leyfir þér að setja upp þetta fallega eldhústæki á skömmum tíma. GROHE StarLight® króm er með gott notkunargildi og helst fallegt jafnvel eftir margra ára notkun.
• Auðvelt til hreinsunar þökk sé Grohe Starlight® krómhúðinni
• Stillanlegt sveiflusvið: 0°, 150° eða 360°
• Grohe SilkMove® kasettu tækni til að gera notkun enn auðveldari
• Auðvelt uppsetningakerfi með einföldum leiðbeiningum sem er þægilegt að fylgja
Grohe er leiðandi framleiðandi í heiminum í hreinlætislausnum og er alþjóðlegt vörumerki sem sérhæfir sig í að koma nýsköpunar vörum á markaðinn. Grohe samanstendur af tækni, gæði, hönnun og sjálfbærni, sem endurspeglast í vöruúrvali þeirra. Framleiðsla, nýsköpun og hönnunar innsetning, er staðsett í Þýskalandi og er Grohe stolt af vörumerkinu “Made in Germany“.
Muna að kaupa 2 stykki af tengikrönum til viðbótar, ef þeir ekki nú þegar til staðar. Hægt er að fá einfalda tengikrana eða tengikrana með tengi fyrir uppþvottavél.