0629162148384
Gasgrill built-in Prestige 500 RB
Þegar þú smíðar þitt eigið útieldhús er grillið alltaf fókuspunkturinn. Þá er Napoleon Built-In Prestige 500 klárlega grillið fyrir þig!
Gæði alla leið
Prestige 500 grillið er úr ryðfríu stáli sem þolir einstaklega vel hita, högg, veður og tæringu. Engin sterk eða heilsuspillandi efni eru notuð við framleiðsluna hjá Napoleon. Grillið eru smíðað eins og við viljum hafa þau – tæki sem endast og endast og ryðga ekki!
Grillljósin
Napoleon Prestige 500 grillið er með innbyggðri lýsingu.
Líftími LED ljósanna í grillinu er mjög langur og hægt er að stýra lit og birtustigi þeirra. Ljósin slokkna svo sjálfkrafa ef þú gleymir þér yfir máltíðinni sjálfri. Þannig verður auðvelt að grilla þegar rökkva tekur – allt árið um kring!
Grillgrindurnar
Prestige 500 grillið er með bylgjugrindum úr ryðfríu stáli sem eru ekki bara gerðar fyrir augað heldur gegna ýmsum hlutverkum. Þær stuðla að jafnari hita, koma í veg fyrir að minni bitar detti af grindinni og auðvelda þrifin á grillinu. Í raun má segja að grindurnar séu nærri viðhaldsfríar, enda gerðar úr ryðfríu og sterku stáli.
Brennarar
Á Prestige 500 útigrillinu eru fimm brennara í heildina. Fjórir ryðfríir aðalbrennarar ásamt einum infrarauðum bakbrennara. Aðalbrennararnir eru gerðir úr styrktu, ryðfríu stáli með það fyrir augum að búa til einstaklega endingargóða vöru. Þeir þola bæði gríðarlegan hita og allt það sem fylgir því að elda mat: fitu, vökva, reyk, salt o.s.frv. Brennararnir dreifa hitanum jafnt og vel en eru engu að síður hagkvæmir þegar kemur að gasnotkun.
Grilllokið
Lift Ease™ lokin á Napoleon grillunum byggja á einstöku hugviti. Þau eru fest nær miðjunni en hefðbundið er og opnast ekki aftur á bak eins og á öðrum grillum.
Lokið tekur minna pláss þegar það er opið og mun auðveldara er að opna það og loka. Með hönnuninni heldur grillið líka hitanum betur svo maturinn fær jafnari eldun.