00000A0152312
Furukrossviður Djúprásaður 11/2440x1220
Djúprásaður furukrossviður.
Krossviður er búinn til úr hringskornum eða flatskornum spæni. Plöturnar eru límdar saman út frá miðlaginu og eru lögin límd þvert á hvert annað.
Krossviður er notaður í burðarvirki jafnt og til almennra nota í byggingum.
Krossvið er hægt að verja gegn veðrun og fúa eins og annað timburefni.
Krossviður er venjulega framleiddur með rakaþolnu lími og eru plöturnar því rakaþolnar en ekki vatnsþolnar.
Hljóðeinangrun krossviðar er sú sama og annars plötuefnis úr timbri. Krossviður gefur góðan hljómburð sem veggklæðning eða þakklæðning.